Lyngási 12 | 700 Egilsstöðum | 4700 700 |[email protected] | Vefsíða Múlaþings
Múlaþing er nýtt sameinað sveitarfélag sem varð til við sameiningu fjögurra minni sveitarfélaga á Austurlandi árið 2020. Það eru Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður. Við sameininguna varð til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands.
Í hverju þessara sveitafélaga er starfandi svokölluð heimastjórn. Heimastjórnir eru fastanefndir innan sveitarfélagsins Múlaþings og starfa í umboði sveitarstjórnar. Í hverri heimastjórn eru þrír fulltrúar og með hverri heimastjórn starfar starfsmaður sem er fulltrúi sveitarstjóra á viðkomandi svæði.
Sveitafélagið starfar á fjórum skrifstofum sem finna má upplýsingar um á heimasíðu sveitafélagsins.
Þjónusta við einstaklinga með fötlun er veitt af Félagsþjónustu Múlaþings. Á heimasíðunni er einnig að finna Íbúagátt (mínar síður) þar sem mögulegt er að vera í samskiptum við bæjarfélagið vegna umsókna.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér