Almennt um aðgengi

Gott aðgengi er lykillinn að því að hreyfihamlað fólk geti verið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Fötlun fólks getur verið margvísleg, svo sem skert hreyfigeta handa eða fótleggja eða sjónskerðing.  Ennfremur þurfa flestir á sérstöku aðgengi að halda einhvern tímann á ævinni vegna tímabundinna aðstæðna eins og handleggsbrots, þungunar og þegar fólk er með börn í kerru.  Margir eldri borgarar þurfa líka á sérstöku aðgengi að halda vegna skertrar hreyfigetu fyrir aldurs sakir. 

Hér erum við fyrst og fremst að fjalla um aðgengi hreyfihamlaðs fólks þó eðlilega megi yfirfæra það á margvíslega fötlun.

Betra aðgengi öllum í hag!

Aðgengi og mannvirki

Hér getur þú meðal annars fengið upplýsingar um byggingarreglugerð . HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hefur gefið út leiðbeiningar við byggingarreglugerð sem var fyrst samþykkt árið 2012 og leiðbeiningar um hvernig hægt er að haga aðgengi með tilliti til algildrar hönnunar. Í leiðbeiningunum má t.d. finna hagnýtar upplýsingar um bílastæði hreyfihamlaðra s.s. stærð og fjölda sem hlutfall af almennum bílastæðum.  Annað dæmi eru upplýsingar um snyrtingu sem hönnuð er á grundvelli algildrar hönnunar, þar má sjá í hvaða hæð tæki og fylgihlutir á snyrtingum eiga að vera auk fleiri þátta.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér