Vefsíður tengdar ferðalögum innanlands

Ferðaskrifstofur

Eftirfarandi ferðaskrifstofur gera sérstaklega ráð fyrir fötluðum ferðamönnum - ef vitað er um fleiri ferðaskrifstofur vinsamlegast komið þeim upplýsingum til Þekkingarmiðstöðvarinnar.

Iceland Unlimited

Iceland Unlimited skipuleggur ferðir fyrir hreyfihamlað fólk, þar sem hugað er að aðgengi t.d. á þeim stöðum sem fólk vill fara á. Hægt er að ferðast um landið, njóta náttúrunnar og sinna ákveðnum áhugamálum eins og að veiða, fara á snjósleða, á fjórhjól, fara í jeppaferðir, sjá norðurljósin o.s.frv. Upplýsingar á vefsíðu þeirra.

Stofnanir sem sinna ferðamálum

Ferðamálastofa

Ferðamálastofa sér um útgáfu leyfa í ferðamannaiðnaðinum, skráningu á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. Hún sér þannig um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræmingu umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundna þróun og alþjóðlegt samstarf.

Ferðamálastofa gaf út flokkunarviðmið, Ferðaþjónusta fyrir alla, um aðgengi að áningar- og útivistarsvæðum á Íslandi  í maí 2007. Þó svo að byggingarreglugerð hafi breyst síðan, er margt hægt að nota í þessum bæklingi.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér