Atvinna

Vinnumálastofnun býður fólki án atvinnu upp á ýmis úrræði. Þar má nefna úrræðið Atvinna með stuðningi þar sem farið er í samvinnu við vinnuveitendur. Á vefsíðu þeirra er einnig listi af störfum sem er í boði hverju sinni.

Í fellilistanum hér til vinstri má finna upplýsingar um atvinnumiðlanir fyrir þá sem eru að leita sér að vinnu á hinum almenna vinnumarkaði og úrræði fyrir þá sem treysta sér ekki á almennan vinnumarkað. 

Við viljum einnig benda á greiðslur örorkulífeyris frá lífeyrissjóðunum, sem breytast þegar örorkulífeyrisþegi hefur störf og er hægt að skoða það nánar í reiknivél TR

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér