Fjárhagsvandi

Ýmis aðstoð er í boði fyrir þá sem eiga erfitt með að láta enda ná saman fjárhagslega.
Hér fyrir neðan eru taldar upp nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem geta veitt aðstoð.

Fjármálaráðgjöf

Umboðsmaður skuldara

Hlutverk umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heildarsýn á fjármál sín og hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna með hagsmuni skuldara að leiðarljósi. Einnig á hann að veita aðstoð við gerð samninga um greiðsluaðlögun og að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.

Á vef umboðsmanns skuldara má finna ýmis ráð til að forðast greiðsluvanda, einnig eru þar tenglar á ýmsar reiknivélar sem getur verið gott að skoða.

Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og bjóða upp á óháða ráðgjafaþjónustu sem finna má meira um á heimasíðu þeirra.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér