Aðgengismál

Lög um aðgengismál

Hér er að finna upplýsingar um helstu lög og reglugerðir sem varða aðgengismál.

Mannvirkjalög

Mannvirkjalög nr. 160/2010 um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og breytt í júní 2018 - sjá lög.

Markmið laga þessara er:

  1. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
  2. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
  3. Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja.
  4. Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði.
  5. Að tryggja aðgengi fyrir alla.
  6. Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga.

Skipulagslög

Skipulagslög nr. 123/2010 tóku gildi 1. janúar 2011.
Markmið skipulagslaga er að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi er haft að leiðarljósi, að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. Nánar um skipulagslög

Byggingarreglugerð

Byggingarreglugerð nr. 112/2012 var samþykkt 24. janúar 2012, en breytt talsvert 2019. Um er að ræða heildarendurskoðun byggingarreglugerðar í kjölfar þess að ný lög um mannvirki voru samþykkt árið 2010. Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, m.a. áhersla á svokallaða algilda hönnun og sjálfbæra mannvirkjagerð auk fyrirferðarmikilla neytendaverndarákvæða. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á reglugerðinni, sjá Byggingarreglugerð



Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér