Lögfræðiþjónusta

Því miður er ekki mikið um ókeypis lögfræðiráðgjöf. Hér er yfirlit yfir nokkra aðila sem bjóða að einhverju leiti upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf - við vekjum athygli á því að einungis er um ráðgjöf að ræða.

Lagaleg aðstoð Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)

Ekki er um fasta viðtalstíma að ræða. Ráðgjafar okkar forgangsraða viðtölum og úthluta tímum ef ekki er hægt að leysa mál í gegnum síma eða tölvupóst. Athugið að viðtalstíma þarf að panta í síma 530-6700 eða með tölvupósti: mottaka@obi.Lög og félagsleg ráðgjöf hjá ÖBÍ

Orator - félag laganema við Háskóla Íslands

Orator veitir endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð sem felst í því að almenningi gefst kostur á að hringja inn nafnlaust og bera upp spurningar um lögfræðileg álitaefni sér að kostnaðarlausu. Á vefsíðu Orators kemur fram að hjá þeim sitja fyrir svörum 2 - 3 laganemar í meistaranámi og lögmaður þeim til aðstoðar. Lögfræðiaðstoðin starfar yfir skólaárið eða frá september og fram í byrjun maímánaðar, að undanskildu próftímabili laganema í desember.

Síminn hjá Lögfræðiaðstoðinni er opinn á fimmtudagskvöldum frá kl 19:30 til 22:00 í símanúmer 551 1012.

Þess má geta að laganemar hafa ávallt verið bundnir þagnarskyldu við störf sín hjá Lögfræðiaðstoðinni.
Sjá nánar um lögfræðiaðstoð Orators og facebook síðu Lögfræðiaðstoðar Orators.

Lögrétta - félag laganema við Háskóla Reykjavíkur

Laganemar við Háskólann í Reykjavík veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf undir heitinu Lögfróður.
Á vef Lögfróðs kemur fram að þau mál sem leitað er ráðgjafar varðandi geta verið á hvaða sviði sem er, t.a.m. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsi eða hjúskapar- eða erfðamálefni.

Lögfræðiþjónustan er opin þriðjudaga frá kl. 17:00 til 20:00. Hægt er að koma á staðinn, aðalinngang Háskólans í Reykjavík (Sólin), hringja í síma 777 8409 á miðvikudögum milli kl 17.00-20:00, eða senda tölvupóst á netfangið logfrodur(hjá)ru.is. Þess má geta að lögfræðiþjónusta Lögréttu, með aðstoð KPMG, veitir einstaklingum endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala fyrir skattskil.

Sjá nánar um lögfræðiaðstoð Lögfróðs hér .

Lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Velferðarráðuneytið er með samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan hefur sinnt slíkri þjónustu síðastliðin tvö ár og er samningurinn endurnýjaður í ljósi góðrar reynslu af verkefninu. Óski einstaklingur eftir að hafa túlk með sér í viðtalið er það honum að kostnaðarlausu. Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á miðvikudögum frá kl. 14-20 og á föstudögum frá kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: info(hja)humanrights.is

Sjá nánar um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur hér

Lögmannavaktin - ókeypis lögfræðiráðgjöf

Lögmannavaktin er ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning sem Lögmannafélag Íslands stendur fyrir.
Þjónustan er veitt alla þriðjudags kl. 16:30 - 18:00 yfir vetrartímann eða frá september til júní ár hvert. Á vefsíðu  Lögmannafélags Íslands kemur fram að panta þurfi tíma á vaktina í síma 568 5620.
Sjá nánar um lögmannavaktina.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér