Lyfjamál

Hér er að finna upplýsingar um lyfjagreiðslukerfi, þjónustu lyfjaverslana og annað sem tengist lyfjum.

Lyfjastofnun

Hlutverk Lyfjastofnunar er að hlutverk hennar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu. Þar er hægt að fá allar helstu upplýsingar um lyf og hægt að hafa samband við stofnunina.

Þátttaka Sjúkratrygginga í lyfjakostnaði

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í því að niðurgreiða lyf og lyfjakostnað auk þess sem hægt er að finna upplýsingar þar um úrræði vegna lyfjakostnaðar. Á vefsíðu Sjúkratrygginga á Ísland.is er að finna allar upplýsingar um þátttöku þeirra sem og hvers kyns lyf eru niðurgreidd.

Þjónusta lyfjaverslana

Lyfjaverslanir landsins veita margvíslegar upplýsingar og þjónustu varðandi lyfjamál. Margar lyfjaverslanir veita afslætti sem vert er spyrjast fyrir um.
Hér eru tenglar á lyfjaverslanir sem bjóða lyfjaskömmtun og heimsendingarþjónustu á lyfjum. Athugið að mun fleiri lyfjaverslanir en þær sem hafa vefsíðu bjóða þessa þjónustu og sjálfsagt að spyrjast fyrir í lyfjaversluninni í þinni heimabyggð.

Lyfjaskömmtunarþjónusta Apótekarans

Lyfjaskömmtunarþjónusta Lyf og heilsu

Lyfjaskömmtunarþjónusta Lyfjavers

Lyfjaskömmtunarþjónusta Lyfju

Lyfjaskömmtunarþjónusta og heimsendingarþjónusta Urðarapóteks

Heimsendingarþjónusta Reykjavíkur Apóteks

Lyfjainntaka

Ýmis hjálpartæki eru til fyrir lyfjainntöku og ættu að fást í flestum lyfjaverslunum, dæmi:

  • Lyfjabox með þremur aðskildum hólfum fyrir hvern dag vikunnar svo hægt er að skammta lyf fyrir inntöku þrisvar á dag
  • Lyfjadeilari sem skiptir töflum í tvennt, þrennt eða fernt
  • Mortel til að brytja töflur niður fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja töflum
Eitrunarmiðstöð Landspítalans

Á Landspítalanum er eitrunarmiðstöð sem gefur upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Símanúmer eitrunarmiðstöðvarinnar er 543 2222 (eða 112 í gegnum neyðarlínuna) og er svarað í síma allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar um Eitrunarmiðstöðina má finna á vef Landspítala. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar um hvernig hægt er að koma í veg fyrir eitranir.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér