P-merki/P-stæði

Hreyfihamlaðir einstaklingar eiga rétt á P-merki, sem er skírteini sem fatlaðir setja við framrúðuna í bifreið sinni og gefur það þeim leyfi til að leggja í sérmerkt stæði fyrir fatlað fólk. Slík stæði eiga að vera við þá staði sem fólk sækir þjónustu, svo sem verslanir og opinberar stofnanir en einnig geta einstaklingar sótt um að fá slík stæði við heimili.

Hvernig sæki ég um P-merki eða endurnýja það?

Sérstök lög og reglur gilda um það hvernig sótt er um P-merkim hvað þau gilda lengi og hvernig endurnýjun er háttað. Hægt er að lesa nýjustu upplýsingar um það hér á Ísland.is

Ferðalög erlendis með P-merki

Ferðamenn sem hafa fengið útgefið P-merki í sínu heimalandi geta notað þau á Íslandi. Merkin þurfa að vera vel sýnileg í framrúðu bílsins. Sjá einnig nánar upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn með P-merki  á vefsíðu FIA  

P-stæði

Að finna bílastæði hreyfihamlaðra

Wheelmap má finna bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk.  Á Wheelmap skrá notendur sjálfir inn upplýsingar um aðgengilega staði fyrir hjólastóla. 

Almennt P-stæði fyrir íbúa og gesti

Almenn krafa að við fjölbýlishús sé tiltekinn fjöldi merktra stæða fyrir fatlaða við húsið.

Sótt er um að fá P-merkt stæði sett upp við íbúðarhúsnæði með því að senda erindi til Þjónustumiðstöðvar eða félagsþjónustu sveitafélags. Þegar heimild hefur verið fengin setur bílastæðasjóður merkið upp. Sé um fjölbýli að ræða þarf samþykki húsfélags en ef um einkalóð er að ræða þarf þess ekki. Húsfélög kosta uppsetningu stæðanna í fjölbýlishúsum en eigandi sjálfur á einkalóð.

Breytingar vegna bílastæða og sérmerkingar:

Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má sjá leiðbeiningar  sem unnar eru út frá reglugerð um P-stæði.

Merkingar fyrir sérmerkt bílastæði og bílastæðamálun:

Eftirtalin fyrirtæki bjóða upp á þjónustu við merkingar og málun á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða:

Merking 

B.S Verktakar

GSG 

Bilastaedamalun.is

Aðgengi að bílastæðahúsum

Reykjavíkurborg

Bílahús á vegum Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar eru Stjörnuport, Vitatorg, Traðarkot, Ráðhúskjallari, Vesturgata og Kolaport. Þar er sérstakt fyrirkomulag á aðgengi fyrir handhafa stæðiskorta.

Fyrirkomulagið er þannig að þegar ekið er inn í bílahús eða um leið og búið er að leggja bifreið í stæði þá er hringt í síma 411 3403 eða notaður aðstoðarhnappur til að gefa upp bílnúmer sem staðsettir eru við innganga.

Ef P-kort hreyfihamlaðra er síðan á mælaborði við eftirlit starfsmanna Bílastæðasjóðs þá þarf ekki að fara í greiðsluvél heldur er nóg að aka að úthliði.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér