Daglegt líf
Hér söfnum við saman ýmsum hagnýtum upplýsingum sem varða daglegt líf hreyfihamlaðra (fatlaðra) bæði innan veggja heimilisins og utan.
Ekki er vitað um saumastofur hérlendis sem hafa sérhæft í að sauma eða breyta fatnaði fyrir fatlað fólk og eru allar upplýsingar þar um vel þegnar.
Aftur eru slíkar saumastofur víða erlendis og finna má þær á internetinu. Hér eru nokkrar tilteknar sem selja föt sérsniðinn að ólíkum þörfum fólks með mismunandi fatlanir. Því miður vitum við ekki til þess að söluaðilar á Íslandi selji slíkan fatnað en margar saumastofur bjóða upp á að breyta fatnaði og sauma sérsniðin föt frá grunni.
Hér að neðan eru nokkrar erlendar netverslanir sem selja sérhæfðan fatnað.
Clothing solutions for disabled people
Hér eru hugmyndir að útfærslu á garðinum þannig að hann henti hreyfihömluðu fólki. Ábendingar um fleiri atriði sem hjálpa fötluðu fólki við að hugsa um garðinn sinn eru vel þegnar.
Nokkrar verslanir bjóða upp á innkaupakerrur sem hægt er að festa við hjólastóla. Þær verslanir sem við höfum fengið upplýsingar frá eru:
Krónan (Akranesi, Bíldshöfða, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi)
Nettó, Mjódd
Snjallsímar
Á undanförnum árum hafa snjallsímar verið í stöðugri þróun. Í snjallsímum er nú mögulegt að stýra raftækjum og nota forrit sem geta einfaldað ýmsa hluti á borð við:
Að fylgjast með blóðsykri - Upplýsingar hjá Icepharma
Að fá upplýsingar um læknisrannsóknir - Smáforrit Landspítala
Að fylgjast með svefni og lífsmörkum - Upplýsingar á vef App store
Hægt er að fá góða snjallsíma í flestum raftækjaverslunum og hjá fjarskiptafyrirtækjum.
Hjólagrifflur og griphanskar
Fyrir fólk með takmarkað grip eða styrk í höndum getur verið gott að notast við hjólagrifflur eða griphanska. Þá er hægt er að fá hjá Stoð. Hjólagrifflur fást í flestum íþróttavörubúðum.
Skynjarar að ýmsu tagi
Til eru margar gerðir skynjara sem geta aðstoðað fólk við að tryggja öryggi sitt. Dæmi um slíka skynjara má nefna: hurðanema, fallhnappa, reykskynjara og vatnsskynjara. Hægt er að skoða skynjara að ýmsu tagi hjá eftirfarandi fyrirtækjum.
Heimsendingar úr matvörubúðum og apótekum
Nokkrar matvöruverslanir bjóða upp á heimsendingu á vörum. Slík þjónusta getur hentað fólki sem á erfitt með að komast um. Helstu verslanir sem bjóða upp á heimsendingu eru:
Nokkur apótek bjóða einnig upp á heimsendingu á lyfjum og vörum
Ryksugu- og skúringavélmenni
Á undanförnum árum hafa ryksugu- og skúringavélmenni orðið að góðri lausn fyrir þá sem ekki eiga auðvelt með að þrífa sjálfir. Eiginleikar slíkra tækja eru misjafnir og verðin misjöfn eftir gæðum og eiginleikum. Þau eru fáanleg í flestum raftækjaverslunum.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér