Á Íslandi er skólaskylda fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára. Hægt er að fá margvíslegan stuðning fyrir börn með hreyfihamlanir til að auðvelda þeim skólagöngu og þátttöku í skólastarfi. Hér að neðan má finna nokkur góð ráð.
Á Barnaspítala Hringsins eru starfrækt nokkur teymi sem veita ráðgjöf og stuðning við foreldra barna með sjúkdóma og fatlanir. Meðal teyma sem eru starfandi má nefna Gigtarteymi og Taugateymi.
TMF Tölvumiðstöð er sjálfstæð stofnun þar sem boðið er upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni.
Fyrir einstaklinga sem nýta sér upplýsingatækni sem hjálpartæki geta skólabækur á rafrænu formi reynst vel. Hægt er að nálgast námsefni á rafrænu formi í Rafbókaskápnum.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér