Sálfræðiþjónusta
Það getur verið mjög mismunandi hvað sálfræðingar gera og í hverju þeir sérhæfa sig og því er mikilvægt að finna sálfræðing sem að hentar eftir því hvert eðli vandans er. Á vef Sálfræðingafélags Íslands er að finna leitarvél þar sem almenningur getur leitað að sálfræðingi eftir nafni, staðsetningu, meðferðarstefnu, tegund þjónustu eða eðli vandans.
Margir framhalds- og háskólar bjóða upp á þjónustu sálfræðinga annaðhvort ódýrt eða frítt. Hægt er að hafa samband við skólanna til að fá upplýsingar um þessa þjónustu og hvernig aðgengið er.
Á flestum heilsugæslum er boðið upp á þjónustu geðheilsuteyma sem eru samkvæmt gjaldskrá heilsugæslunnar. Á kortavefsjá Heilsuveru er hægt að leita að sálfræðiþjónustu og geðheilsuteymum á flestum stöðum á landinu.
Ef einstakling vantar einhvern til að spjalla við mjög brátt er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins, bæði í síma og á netspjalli. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila.
Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.
Samtökin meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls.Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér