Aðgengileg sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Það getur verið mjög mismunandi hvað sálfræðingar gera og í hverju þeir sérhæfa sig og því er mikilvægt að finna sálfræðing sem að hentar eftir því hvert eðli vandans er. Á vef Sálfræðingafélags Íslands er að finna leitarvél þar sem almenningur getur leitað að sálfræðingi eftir nafni, staðsetningu, tegund þjónustu eða eðli vandans. Þar er þó ekki hægt að sjá hvort staðsetning er aðgengileg og því getur verið nauðsynlegt að hringja til að fá upplýsingar um það. 

Ódýr sálfræðiþjónusta fyrir nema

Margir framhalds- og háskólar bjóða upp á þjónustu sálfræðinga annaðhvort ódýrt eða frítt. Hægt er að hafa samband við skólanna til að fá upplýsingar um þessa þjónustu og hvernig aðgengið er.

Geðheilsuteymi heilsugæslunnar

Á flestum heilsugæslum er boðið upp á þjónustu geðheilsuteyma sem eru samkvæmt gjaldskrá heilsugæslunnar. Á kortavefsjá Heilsuveru er hægt að leita að sálfræðiþjónustu og geðheilsuteymum á flestum stöðum á landinu. Í mörgum af þessum teymum starfa fleir fagaðilar á borð við iðjuþjálfa, íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara. Slík teymisvinna getur nýst hreyfihömluðum vel í að finna aðgengileg úrræði.

Hjálparsími Rauða krossins - 1717

Ef einstakling vantar einhvern til að spjalla við mjög brátt er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins, bæði í síma og á netspjalli. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila. Þetta getur nýst hreyfihömluðum vel þegar þeir eiga ekki kost á að fara og leita sér þjónustunnar.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér