Í lögum um réttindi sjúklinga (sjá 5. gr.) frá árinu 1997 kemur fram að sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi en talar ekki íslensku eða notar táknmál á rétt á þjónustu túlks. Heilbrigðisstarfsfólki ber að sjá til þess að sjúklingurinn fái þessa þjónustu.
Álfabakka 14 | 109 Reykjavík | 530 9300 | [email protected] | Vefsíða Alþjóðaseturs
Alþjóðasetur býður túlkun á fleiri en 50 tungumál. Túlkar starfa bæði í gegnum síma og mæta á staðinn. Hægt er að panta túlk með því að senda tölvupóst, hringja eða í gegnum vefsíðu. Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í neyðarsímann 651-9300.
Strandgötu 25 | 220 Hafnarfirði | 534 0107 - 534 0108 | [email protected] | Vefsíða Jafnréttishúss
Jafnréttishús býður túlkaþjónustu og leggur áherslu á málefni innflytjendakvenna.
Hægt er að panta túlk með því að hringja eða með því að senda tölvupóst á milli kl. 9 til 16. Á kvöldin og um helgar er hægt að hringja í síma 899 2301.
Hjá rafrænu túlkaþjónustunni Language Line er hægt að fá túlkaþjónustu allan sólarhringinn. Hægt er að fá bæði rittúlka og túlka með símtali eða myndsímtali.
Borgartúni 3 | 105 Reykjavík | 519-8585 - 764-0359 | [email protected] | Vefsíða Ling túlkaþjónustu
Ling Túlkaþjónusta býður upp á þjónustu á 110 tungumálum. Þjónustan er veitt allan sólarhringinn með og án fyrirvara í öllum landshlutum.
Túngötu 14 | 101 Reykjavík | 5179345 - 8936588 |[email protected] | Vefsíða Túlka- og þýðingamiðstöðvar
Hjá Túlka- og þýðingamiðstöðinni er boðið upp á túlkaþjónustu allan sólarhringinn auk neyðarþjónustu.
Bæjarlind 2 | 201 Kópavogi | 517 0606 | [email protected] | Túlkaþjónustunnar
Hjá Túlkaþjónustunni er boðið upp á túlkaþjónustu allan sólarhringinn auk neyðarþjónustu.
Grensásvegi 9 |108 Reykjavík | 450 3090 | [email protected] | Vefsíða Fjölmenningardeildar
Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér