Ástralía

Ástralía - Nýja Sjáland

Nú orðið er best að " googla " viðkomustaðinn, því það er orðið mikið magn af upplýsingum á netinu um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks, ferðamöguleikum þess, reynslusögum fólks, og upplýsingum um aðgengismál í viðkomandi landi eða borg. Ef fara á t.d. til Sidney Ástralíu notið leitarorðin "access for disabled in Sidney" og gífurlegt magn upplýsinga koma upp.

Ástralía er mjög stórt land og með afar ólík aðgengismál og sama er með Nýja Sjáland. Aðgengið er eðlilega einna best í stærstu borgunum sem hafa verið að byggjast upp síðasta áratuginn, en utan stóru borganna er aðgengi síðra. Því er mjög mikilvægt að kynna sér viðkomustaðina vel fyrirfram og leita einstaklinga sem hafa farið á viðkomandi stað áður og getur deilt upplýsingum.

Hér má finna góðar upplýsingar um aðgengismál í Ástralíu

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér