Veislusalir & fundaraðstaða
Oft getur verið erfitt að finna aðgengilega veislusali. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá veislusali sem við höfum fengið ábendingar um. Vefsíðan Salir.is eru með lista yfir veislusali víða um land og er þar stundum nefnt hvort salirnir séu með góðu aðgengi. En áður en salur er bókaður er mikilvægt að tryggja áður hvort aðgengi sé gott inn í húsnæðið, hvort tröppur séu innandyra, hvort sé salerni fyrir fatlaða, og ef nota á svið/pall í sal hvort þá sé til skábraut upp á sviðið/pallinn.
Þá eru mög íþróttafélög einnig með sali til leigu og má sjá upplýsingar um það á heimasíðum íþróttafélaganna.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér