Veislusalir

Veislusalir & fundaraðstaða

Oft getur verið erfitt að finna aðgengilega veislusali. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá veislusali sem við höfum fengið ábendingar um. Vefsíðan Salir.is eru með lista yfir veislusali víða um land og er þar stundum nefnt hvort salirnir séu með góðu aðgengi. En áður en salur er bókaður er mikilvægt að tryggja áður hvort aðgengi sé gott inn í húsnæðið, hvort tröppur séu innandyra, hvort sé salerni fyrir fatlaða, og ef nota á svið/pall í sal hvort þá sé til skábraut upp á sviðið/pallinn.

Aðgengilegir fundarsalir

  • Ásgarður er veislusalur í eigu félags eldri borgara og er að Stangarhyl 4 í Reykjavík. Hann er aðgengilegur hreyfihömluðu fólki og hefur einnig aðgengilega salernisaðstöðu. 
  • Harðarból, hestamannafélagið Hörður Mosfellsbæ. Salurinn tekur 160 manns. Það eru ekki stoðir á salernum.
  • Flugvirkjafélag Íslands, Borgartún 22, 105 Reykjavík, sími 562 – 1610.
  • Safnaðarheimili Guðríðarkirkju Kirkjustétt 8, 113 Reykjavík, sími 577 7770.
  • Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Hátún 12, 105 Reykjavík (inngangur að ofanverðu 7) ,sími 551-7868. Sjálfsbjargarfélagar fá góðan afslátt af leiguverði.

Þá eru mög íþróttafélög einnig með sali til leigu og má sjá upplýsingar um það á heimasíðum íþróttafélaganna.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér