Hæfingastöðvar / starfsendurhæfing / sérstakir vinnustaðir fatlaðs fólks

Hæfingastöðvar/Starfsendurhæfing/Sérstakir vinnustaðir fyrir fatlað fólk

Fjölmargir staðir á landinu bjóða upp á starfsendurhæfingu eða vinnu og virkni fyrir fatlað fólk. Starfsendurhæfing miðar að því að efla getu einstaklingsins til að takast á við launað starf á vinnumarkaðnum. Hæfingarstöðvar koma til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. 

Upplýsingar um þá aðila sem sinna Atvinnu með stuðningi (AMS), starfsþjálfun og hæfingu má finna á vefsíðu Hlutverks samtaka um vinnu og verkþjálfun. Vefsíðan hvað svo listar upp þau úrræði sem eru í boði fyrir þá sem lokið hafa námi af sérnámsbrautum framhaldsskólana.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hæfingarstöðvar, starfsendurhæfingarstaði og vinnustaði fatlaðs fólks.

Hæfingarstöðvar

Hæfingarstöðin Dalvegi - Kópavogi

Dalvegur  |  Kópavogi | Sími 564-5300  | [email protected] | Facebook

Á Hæfingarstöðinni Dalvegi fer fram  starfs- og félagsþjálfun í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Lögð er áhersla á þjálfun sem  viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni.

Fannborg hæfingarstöð - Kópavogi

Fannborg 6 | 200 Kópavogi |Sími 554 7575 |[email protected] | Vefsíða Kópavogs

Fannborg er hæfingarstöð þar sem fólki með fötlun er boðið uppá einstaklingsmiðaða hæfingu / þjálfun með megináherslu á sjálfstæði í leik og starfi.

Hamar hæfingarstöð - Vestmannaeyjum

Búhamri 17 | 900 Vestmannaeyjum |488 2620 | lisa@@vestmannaeyjar.is| Facebooksíða Hamars

Þeir einstaklingar sem kost eiga á hæfingu eru, með minna er 30% starfsgetu samkvæmt starfsmati. Starfsmat er að öllu jöfnu unnið í Heimaey sem er verndaður vinnustaður. Ekki eru greidd laun til þeirra sem njóta þjónustu í Hamri hæfingarstöð.

Hæfingarstöðin Hvesta - Ísafirði

Aðalstræti 18 | 400 Ísafirði | 456 8230 | [email protected] | Vefsíða Ísafjarðarbæjar  | Facebook

Hlutverk Hvestu er meðal annars að veita starfsmönnum markvissa þjálfun, út frá stöðumötum í ýmsum athöfnum daglegs lífs (ADL). Einnig að skapa starfsmönnum vinnuverkefni og leiðbeiningar varðandi þau og eftirfylgd varðandi ný verkefni. Starfsmenn eru aðstoðaðir við að stunda endurhæfingu, finna afþreyingu, skipuleggja hana og fylgja henni eftir.

Hæfingarstöðin Reykjanesbæ

Keilisbraut 755 | 235 Reykjanesbæ | 420 3250 | [email protected] | Vefsíða Reykjanesbæjar  | Facebook

Hæfingarstöðin þjónar fyrst og fremst fólki með þroskahömlun. Markmið hæfingarstöðvarinnar er að auka færni og efla sjálfstæði þeirra sem sækja þjónustuna til að takast á við verkefni innan og utan heimilis. Bæði hvað varðar vinnubrögð og ábyrgð í starfi ásamt því að styrkja sjálfshjálpargetu og sjálfsímynd þeirra. Á hæfingarstöðinni eru unnin verk fyrir utanaðkomandi aðila en jafnframt unnið við eigin söluvörur. Má þar nefna sultugerð, framleiðsla á bolluvöndum og gerð skála.

Hæfingarstöðin við Skógarlund - Akureyri

Skógarlundi | 600 Akureyri  | 462 1754 | [email protected] | Um Skógarlund á vefsíðu Akureyrarbæjar 

Í Skógarlundi er einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir boðin einstaklingsmiðuð þjónusta í formi virkni og hæfingar. Skógarlundur heyrir undir Velferðarsvið Akureyrarbæjar. Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og  unnið samkvæmt hugmyndafræði og nálgunar Þjónandi leiðsagnar og Valdeflingar.  

Skógarlundur er opinn frá 08.00 – 16.00 virka daga og boðið er upp á hálfs dags þjónustu, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Í Skógarlundi er boðið upp á þroska – iðju -  og starfsþjálfun. Stuðst er m.a. við hugmyndafræði TEACCH og mikilvægi óhefðbundinna tjáskiptaleiða. Um 45 einstaklingar koma í Skógarlund á hverjum degi og markmiðið er að bjóða upp á virkni og hæfingu fyrir alla, félagsskap, tilbreytingu og aukin lífsgæði.  

Í Skógarlundi eru sex starfsstöðvar og allir sem koma í þjónustu vinna á tveimur  starfsstöðvum á dag. Þessi fjölbreytnin eykur virkni og allir vinna á öllum starfsstöðvum.  Starfsstöðvarnar eru: Skapandi starf, vinnuþjálfun, gagnaeyðing, smíðar og handverk, hreyfing og tölvur og rofar. Einnig er boðið upp á  skynörvun og tjáskipti.

Daglegt skipulag í Skógarlundi er sett upp með myndrænum hætti fyrir alla sem þurfa. Það sýnir athafnir dagsins og í hvaða röð þær eru. Verkefnin á starfsstöðvunum eru fjölbreytt og þjónustan breytileg eftir þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta.  

Í Skógarlundi eru 16 stöðugildi.  Virðing og hjálpsemi er það sem við viljum standa fyrir.  

Skógarlundur er miðstöð virkni og hæfingar. Þeir sem fötlunar sinnar vegna, þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu fá létta vinnu, þjálfun/hæfingu, umönnun og afþreyingu í Skógarlundi. Þar eru framleiddir ýmsir listmunir og nytjalist úr leir, gleri og ull, sem er selt til almennings á basar Hæfingarstöðvarinnar.

Miðjan, hæfing/iðja fyrir fatlaða - Húsavík

Garðarsbraut 21 | 640 Húsavík | 464 1201 | [email protected] | Vefsíða Miðjunnar |Facebook

Miðjan er hæfingarstöð sem leggur áherslu á þróun, uppbyggingu og samþættingu á dagþjónustu fyrir fatlað fólk svo hægt sé að koma sem best til móts við þarfir notenda. Miðjan hefur það að markmiði að efla alhliða þroska, færni og sjálfstæði einstaklinga.

Specialisterne á Íslandi

Síðumúla 32 | 640 Reykjavík | 577 1513 |
[email protected] | Vefsíða Specialisterne á Íslandi |Facebook

Specialisterne á Íslandi eða Sérfræðingarnir ses. Ætla að meta, þjálfa og veita einstaklingum á einhverfurófi tækifæri til vinnu og virkni

Dagþjónusta

Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins - Reykjavík

Hátúni 12  | 105 Reykjavík | 550 0309 | [email protected] | Vefsíða Þjónustumiðstöðvar SBH| Facebook

Hjá Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins er einstaklingsmiðuð þjónusta sem er veitt þar sem hennar er þörf, í þjónustumiðstöðinni og úti í samfélaginu, þar á meðal á heimili viðkomandi. Þjónustan er ætluð fólki á aldrinum 18 til 67 ára sem hefur hreyfihömlun og þarf á endurhæfingu, hæfingu eða afþreyingu að halda. Veitt er einstaklings- og hópþjálfun, fræðsla, ráðgjöf og tómstundaiðja er í boði. 
Markmið Þjónustumiðstöðvarinnar er að viðhalda og efla færni notenda þjónustunnar við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að styðja þá til að halda heimili og til samfélagsþátttöku á eigin forsendum.

Starfsendurhæfing

Með starfsendurhæfingu er einstaklingum sem eru ekki með atvinnu veittur stuðningur til að komast aftur til starfa (hvort sem starfið er launað eða ekki) og vera virk í samfélaginu. Fólk sem hefur dottið út af vinnumarkaðinum t.d. sökum veikinda, slysa, áfalla eða heilsubrests ætti að kynna sér möguleikann á starfsendurhæfingu. Öryrkjar sem vilja komast á vinnumarkaðinn ættu að kynna sér möguleikann á starfsendurhæfingu t.d. með því að samband við Virk starfsendurhæfingu..

Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing - Reykjavík

Hátúni 10d | 105 Reykjavík | 510 9380 | [email protected] | Vefsíða Hringsjár

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Markmið Hringsjár er að þeir sem til þeirra leita verði færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finni störf við hæfi á almennum vinnumarkaði.

Hlutverkasetur - Reykjavík

Borgartúni 1 | 105 Reykjavík | 517 3471| [email protected]| Vefsíða Hlutverkaseturs

Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin. Stefnt er að því að viðhalda eða efla sjálfsmynd gegnum verkefni, fræðslu og umræður. Markmið Hlutverkaseturs er að einstaklinigar sem þangað leita komist út á almennan vinnumarkað, fari í nám eða auki lífsgæði sín.

Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni.

Janus endurhæfing - Reykjavík

Skúlagötu 19 | 101 Reykjavík | 514 9175 | janus@)janus.is | Vefsíða Januss

Janus endurhæfing býður uppá starfs- og atvinnuendurhæfingu. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku. Starfræktar eru fjórar brautir: Skólabraut, Heilsubraut, Iðjubraut og Vinnubraut. Vinnubrautin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa verið minna en hálft ár frá vinnu eða eru komnir á þann stað í atvinnuendurhæfingu sinni að þessi endurhæfing hentar þeim. Markmið Vinnubrautar er að gefa þátttakandanum tækifæri til að meta og prófa vinnufærni sína með markvissum stuðningi  fagfólks á sviði atvinnuendurhæfingar. 

Umsóknir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Janusi eiga að berast til VIRK þar sem VIRK hefur umsjón með allri starfsendurhæfingu í landinu. Miðað er við að einstaklingar séu með læknisvottorð um heilsubrest en læknir getur einnig fyllt út eyðublað með beiðni um þjónustu. 

Starfsemi Janus er til húsa á tveimur stöðum, Skúlagötu 19 og í húsnæði Tækniskólans- skóla atvinnulífsins á Skólavörðuholti. Tekið er fram á heimasíðu Janus að aðgengi hreyfihamlaðs fólks sé gott á Skúlagötu en ekki eins gott í húsnæði Tækniskólans. Er óskað eftir því að hreyfihamlað fólk hafi samband við Janus áður en farið er í Tækniskólann í síma 514 9175 þannig að hægt sé að veita þeim aðstoð ef þörf er á.

Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð SÍBS - Mosfellsbæ

Reykjalundi | 270 Mosfellsbæ | 585 2000 | [email protected]| Vefsíða Reykjalundar

Á Reykjalundi eru nokkur svið endurhæfingar og eitt þeirra er starfsendurhæfing. Aðal markmið starfsendurhæfingar er að aðstoða fólk út á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og kennslu en andleg og líkamleg færni einstaklingsins er metin, endurhæfing skipulögð og meðferð veitt ef á þarf að halda. Kannað er áhugasvið einstaklingsins, geta hans, menntun og starfsreynsla, ásamt því að skoða færniskerðingu hans og þau tækifæri sem bjóðast.  Unnið er bæði einstaklingsbundið og í hópum. Til að komast í endurhæfingu á Reykjalundi þarf beiðni frá lækni.

Bæklingur starfsendurhæfingar Reykjalundar.

Samvinna starfsendurhæfing - Reykjanesbæ

Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | 421 7500 | [email protected] | Fara á vefsíðu

Samvinna starfsendurhæfing sérhæfir sig í starfsendurhæfingu með einstaklingum sem eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn eftir veikindi, slysi eða vegna félagslegra erfiðleika. Þátttakendur eru einstaklingar sem eru á örorku-/ endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum og fólk sem er á bótum hjá svæðisvinnumiðlun eða sveitarfélagi. Um er að ræða námstengda endurhæfingu og fer kennslan fram í húsnæði Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum (MMS) sem heldur utan um þann þátt. Auk þess er boðið upp á fjármálaráðgjöf, sálfræðistuðning, hópefli, sjálfsstyrkingu, líkamsþjálfun og ýmsa aðra sérsniðna meðferð eða ráðgjöf. Þátttakendur fara auk þessa í starfsþjálfun í fyrirtækum á Suðurnesjum.

Sólheimar - Sjálfbært samfélag - Selfossi

Sólheimum | 801 Selfossi | 480 4400 | [email protected] | Vefsíða Sólheima

Sólheimar í Grímsnesi hafa verið í samstarfi við Vinnumálastofnun um endurhæfingu og starfsþjálfun atvinnulausra.  Þeir sem hafa ekki náð að hasla sér völl á almennum vinnumarkaði fá stuðning og verkþjálfun og vinnan sem er í boði er yfirleitt verkamannavinna. Hægt er að leita hvort sem er til Vinnumálastofnunar á Selfossi eða Sólheima til að fá nánari upplýsingar um það sem er í boði.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður - Reykjavík

Sigtúni 1 | 105 Reykjavík | 535 5700 | [email protected] | Vefsíða VIRK starfsendurhæfingarsjóðs

Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði er einstaklingum veitt aðstoð í formi ráðgjafar og starfsendurhæfingar ef vinnugeta skerðist til dæmis vegna veikinda eða slyss. Á vefsíðu VIRK má finna upplýsingar um ýmsa þjónustu sem getur nýst þeim sem vilja auka starfsgetu sína.

Sérhæfðir vinnustaðir fyrir fatlað fólk

Ás vinnustofa - Kópavogi

Ögurhvarf 6  | 203 Kópavogi | 414 0500|[email protected]Vefsíða Ás vinnustofu

Ás vinnustofa hefur skapað vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum fólks með skerta starfsgetu. Ás vinnustofa rekur saumastofu, framleiðir endurskinsmerki og sér um pökkun og límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Ás vinnustofa - Kópavogi

Ásgarður handverkstæði - Mosfellsbæ

Álafossvegi 22 | 270 Mosfellsbæ | 567 1734 | [email protected] | vefsíða Ásgarð

Ásgarður er handverkstæði fyrir fólk með þroskahömlun og eru þar framleidd leikföng og trémunir auk þess sem unnið er með ull, skeljar, bein, steina og leður.

Stjörnugróf 7 - 9, Bjarkarás  - Reykjavík

Stjörnugróf 9  | 108 Reykjavík | 414 0540 | [email protected] | Vefsíða

Í Stjörnugróf 7 - 9 eru Bjarkarás og Lækjarás þar sem boðið er upp á  val um vinnu og virkni fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Í Bjarkarási er unnið við ýmis konar pökkun ásamt ræktun grænmetis og blóma. Einnig eru unnir hlutir úr leir, gleri, ull, tré og pappír.

Blindravinnustofan - Reykjavík

Hamrahlíð 17 | 105 Reykjavík | 525 0025 | [email protected] | Vefsíða Blindravinnustofunnar

Blindravinnustofan er verndaður vinnu-, starfsþjálfunar- og hæfingarstaður með þjónustusamning við Vinnumálastofnun. Starfsmenn starfa við pökkun og merkingu á hreinlætisvörum ásamt pökkun og merkingu ýmissa hluta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Jafnframt er unnið við skönnun og vinnslu efnis á rafrænu formi.

Fjöliðjan Vinnu- og hæfingarstaður - Akranesi

Dalbraut 10 |300 Akranesi |433 1720 og 433 1722 | Vefsíða Fjöliðjunnar

Kveldúlfsgötu 12b |310 Borgarnesi | 433 1724 og 433 1727

Hjá Fjöliðjunni eru framleiddir ýmsir hlutir úr plasti til raflagna, auk þess sem Fjöliðjan er móttökuaðili fyrir hönd Endurvinnslunnar á einnota umbúðum og þar eru unnin verkefni fyrir ýmis fyrirtæki.

Heimaey Kertaverksmiðja - Vestannaeyjum

Faxastíg 46 | 900 Vestmannaeyjum | 481 2905 | [email protected] |

Hjá Heimaey er lögð áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem búa við fötlun og veita starfsþjálfun/hæfingu með það að markmiði að efla starfsfærni viðkomandi. Á þetta við hvort sem starfsmaðurinn stefnir á að fara út á almennan vinnumarkað eða að starfa áfram á vernduðum vinnustað.

Iðjuberg - Reykjavík

Gerðubergi 1 | 111 Reykjavík | 587 7710 | 

Markmið Iðjubergs er að veita einhverfu fólki vinnu við sitt hæfi og er endanlegt markmið að einhverfu starfsmennirnir geti sótt vinnu á almenna vinnumarkaðnum. Vinnan fellst aðallega í alhliða pökkun á blöðum, tímaritum, geisladiskum og alls konar límmerkingum og fleiru. Nánari upplýsingar fást hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts

Múlalundur, Reykjalundi - Mosfellsbæ

Reykjalundi | 270 Mosfellsbæ | 562 8500 | [email protected] | Vefsíða Múlalundar

Múlalundur er vinnustofa í eigu SÍBS. Þar er lögð áhersla á að fólk með skerta starfsorku hafi kost á að vinna létt störf við hagnýtan iðnað þar sem vinnutími getur verið sveigjanlegur. Yfirleitt er markmið starfsþjálfunarinnar að hún þróist þannig að viðkomandi fari á almenna vinnumarkaðinn.

Þrennskonar úrræði eru í boði:

  • Ótímabundin langtímastörf
  • Starfsþjálfun - Gerður er 6 mánaða samningur. Í lok tímabilsins er framhaldið metið.
  • Fjögurra vikna ólaunuð starfsþjálfun sem lýkur með starfsmati
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur - Akureyri

Furuvelli 1 | 600 Akureyri | 461 4606 | [email protected] | Vefsíða Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar

Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur er vinnustaður og starfsþjálfunarstaður sem hefur það markmið að þjálfa fólk til starfa og meta möguleika þeirra til vinnu á almennum vinnumarkaði.

Þrjú tilboð eru í boði: 

  • Starfsþjálfun er fyrir þá einstaklinga sem hafa litla sem enga reynslu af því að vera á vinnumarkaðinum.0
  • Starfsendurhæfing eða atvinnuleg endurhæfing er fyrir þá sem þurfa að endurhæfingu til að geta farið aftur til starfa.
  • Ótímabundin ráðning var áður kallað Vernduð vinna og er fyrir þá sem hafa farið í starfsþjálfun en geta eða vilja ekki fara út á almenna vinnumarkaðinn en eru tilbúnir til að starfa áfram hjá Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi. 
Spinna veflausnir - Reykjavík

Kleppsvegur 86 | 104 Reykjavík |[email protected] | Vefsíða Spinna

Spinna veflausnir slf. er hugbúnaðarstofa sem sérhæfir sig í gerð og rekstri veflausna.  Við gerð á veflausnum og í daglegum rekstri hjá Spinna veflausnum er lögð  áhersla á að nýta hæfileika fatlaðs fólks og einstaklinga með skerta starfsgetu.

Stólpi - Egilsstöðum

Lyngási 12 | 700 Egilsstöðum | 471 1090 | [email protected] | Vefsíða Stólpa

Stólpi er vinnu- og verkþjálfunarstaður með félagslega- og verklega þjálfun. Auk þess er þar veitt ýmis konar önnur þjálfun og afþreying. Stólpi tekur að sér verkefni s.s. plöstun og pökkun á vörum fyrir fyrirtæki auk þess sem þar er unnið margs konar handverk.

Vinnustofur Skálatúns - Mosfellsbæ

270 Mosfellsbær | [email protected]Vinnustofa Skálatúns

Í Vinnustofum Skálatúns er unnið að fjölbreyttum pökkunarverkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í handavinnu fer fram hönnun og framleiðsla á handverki úr ýmsum efnum og eru vörurnar seldar í gallerýi á staðnum. Opið frá 8:00-15:30 virka daga

VISS vinnu- og hæfingarstöð - Selfossi og Þorlákshöfn

Gagnheiði 39 | 800 Selfossi | 480 6920 og 480 6927 | [email protected] | Vefsíða Viss
Unubakka 49 | 815 Þorlákshöfn |483 3843

Viss er með starfsstöðvar á Selfossi og í Þorlákshöfn. Lögð er áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk og að veita starfsþjálfun og hæfingu með það að markmiði að efla starfsfærni viðkomandi.   Á það við hvort sem einstaklingur stefnir á almennan vinnumarkað eða áframhaldandi starf hjá Viss. 

Starfsemi Viss er skipt í fimm þætti:

  • Dagþjónustu -  fjölbreytt þjálfunar/-og örvunartilboð eru í boði
  • Vinnusal - þar eru unnir ýmsir listmunir og séð um pökkun fyrir fyrirtæki
  • Iðju - léttari verkefni og ýmis vinnuverkefni
  • Starfsþjálfun í fyrirtækjum - starfsmenn Viss í fyrirtæki og vinna þar
  • Atvinnu með stuðningi (AMS) -  Í gegnum AMS eru fundin störf á almennum vinnumarkaði fyrir þá sem það vilja og þeir sem komnir eru með vinnu fá stuðning.
Örvi starfsþjálfunarstaður - Kópavogi

Kársnesbraut 110 | 200 Kópavogi | 554 3277 | [email protected] | Vefsíða Örva

Hjá Örva býðst fötluðum einstaklingum starfsprófun og starfsþjálfun með það að markmiði að sem flestir geti starfað á almennum vinnumarkaði eftir þjálfun hjá Örva. Örvi veitir fyrirtækjum ýmis konar pökkunar- og samsetningarþjónustu auk þess sem þar eru framleiddar umbúðir úr plastfilmu og plastsvuntur.

Örtækni - Reykjavík

Hátúni 10c | 105 Reykjavík | 552 6800 | [email protected] | Vefsíða Örtækni

Örtækni, tæknivinna - ræsting, veitir fötluðu fólki tímabundna vinnu í formi starfsþjálfunar og/-eða vinnu til frambúðar. Örtækni sérhæfir sig í innflutningi og framleiðslu á sérsmíðuðum köplum, ásamt því að taka að sér ýmisleg verkefni í rafeindavinnu. Ræstingadeild annast meðal annars ræstingu á húseignum ÖBÍ, skrifstofum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, hjá Landhelgisgæslunni og fleiri aðilum. Í myndbandi um Örtækni er starfsemi fyrirtækisins vel lýst.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér