Almannatryggingar

Almannatryggingar er opinbert tryggingakerfi sem allir landsmenn eiga aðild að og greiða fyrir með sköttum sínum.

Almannatryggingar greiða t.d. fyrir lækniskostnað, lyf (eftir ákveðnum reglum), sjúkrahúsvist, ásamt því að tryggja fólki lágmarksframfærslu. Undir almannatryggingum eru einnig: ellilífeyrir, örorkulífeyrir, slysatryggingar og sjúkratryggingar.

  • TR sér um: lífeyrismál og fjölskyldu/-og vistunarmál.
  • SÍ sér um: sjúkratryggingar, þ.m.t. endurgreiðslur lækna-, tannlækna-, lyfja- og þjálfunarreikninga, slysatryggingar, ásamt Hjálpartækjamiðstöð.

Hér til vinstri getur þú valið Tryggingastofnun eða Sjúkratryggingar- Hjálpartækjamiðstöð til að fá nánari upplýsingar um þau atriði almannatrygginga sem heyra undir hverja stofnun fyrir sig. 

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér