Félagsstarf í sveitarfélögum landsins
Víðsvegar um landið starfrækja sveitarfélög félagsmiðstöðvar þar sem boðið er upp á félags- og tómstundastarf auk námskeiða með það að markmiði að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Á félagsmiðstöðvunum er víða meðal annars boðið upp á mat og kaffi, tómstundaiðju og hreyfingu. Oft talar fólk um þessar félagsmiðstöðvar sem "félagsstarf eldri borgara" en á flestum stöðum er félagsstarfið opið öllum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan og hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Nánar um þjónustu sveitarfélaga
Reykjavíkurborg býður upp á félagsstarf víðsvegar um borgina og er starfið opið öllum borgarbúum. Hver stöð er með sína eigin dagskrá og er hægt að fá hádegisverð og kaffiveitingar á öllum stöðvunum.
Kópavogsbær starfrækir þrjú félagsheimili fyrir bæjarbúa og eru þau opin fólki á öllum aldri, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki búsettu í Kópavogi.
Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ fer fram í Jónshúsi (Strikinu 6, sími 565 6627), í Kirkjuhvoli við Kirkjulund og i íþróttaaðstöðu Garðabæjar.
Í boði er félagsstarf fyrir eldri borgara á Ísafirði, Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. Mismunandi er eftir hverjum stað fyrir sig hversu oft í viku félagsstarfið fer fram.
Upplýsingar um félagsstarf eldri borgara á Blönduósi
Bæjarfélögin Neskaupsstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður tilheyra öll Fjarðabyggð. Á hverjum stað fyrir sig er boðið upp á félagsstarf fyrir eldri borgara.
Félagsstarf eldri borgara í Árborg hefur verið í höndum Félags eldri borgara með stuðningi frá sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér