Lög um heilbrigðisþjónustu Í 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu segir m.a. að markmið þeirra sé að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.
Lög um réttindi sjúklinga Í 1. grein laga um réttindi sjúklinga kemur fram að markmið þeirra sé að tryggja sjúklingum réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Einnig að óheimilt sé að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Reglugerð um heilsugæslustöðvar Í 2. grein reglugerðar um heilsugæslustöðvar segir að markmið með rekstri heilsugæslustöðva sé að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi heilsugæslu í heimabyggð.
Lög um landlæknisembættið Markmið laga um landlækni er að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að efla lýðheilsustarf, tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma (1. grein laganna).
Húsnæðismál
Lög um húsaleigubætur
Lög um húsaleigubætur nr 138/1997. Markmið laga um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum (1. grein).
Lög um ættleiðingar nr. 130/1999 Í 1. grein laga um ættleiðingar er tekið fram að sýslumaður veiti leyfi til ættleiðingar. Í 4. grein kemur fram að ekki megi veita leyfi til ættleiðingar, nema sýnt þyki eftir könnun viðkomandi barnaverndarnefndar á málefnum væntanlegs kjörbarns og þeirra sem óska ættleiðingar að ættleiðing sé barninu fyrir bestu.
Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna nr. 55/1996 Í 2. grein laga þessara segir að tæknifrjóvgun megi eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Í 3. grein segir að fyrir verði að liggja skriflegt og vottað samþykki konunnar sem undirgengst tæknifrjóvgun og sé konan gift [eða í sambúð]1) þarf skriflegt og vottað samþykki hins aðilans jafnframt að liggja fyrir. Ennfremur að ætla megi að barninu sem til verður við aðgerðina verði tryggð þroskavænleg uppeldisskilyrði, konan sé á eðlilegum barneignaaldri og hafi líkamlega burði og fullnægjandi heilsufar til að takast á við það álag sem fylgir meðferð, meðgöngu og fæðingu barns. Auk þess þarf andleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins eða konunnar að vera góðar.
We use cookies to collect and analyse information on site performance and usage, to provide social media features and to enhance and customise content and advertisements.
Cookies used on the site are categorized and below you can read about each category and allow or deny some or all of them. When categories than have been previously allowed are disabled, all cookies assigned to that category will be removed from your browser.
Additionally you can see a list of cookies assigned to each category and detailed information in the cookie declaration.
Some cookies are required to provide core functionality. The website won't function properly without these cookies and they are enabled by default and cannot be disabled.
Cookies used on the site are categorized and below you can read about each category and allow or deny some or all of them. When categories than have been previously allowed are disabled, all cookies assigned to that category will be removed from your browser.
Additionally you can see a list of cookies assigned to each category and detailed information in the cookie declaration.
Some cookies are required to provide core functionality. The website won't function properly without these cookies and they are enabled by default and cannot be disabled.
Necessary cookies
Name
Hostname
Vendor
Expiry
csrftoken
www.sjalfsbjorg.is
364 days
Used by many systems for Cross Site Request Forgery protection.