Þjónusta fyrir fólk af erlendum uppruna með hreyfihömlun

Túlkaþjónusta fyrir fólk af erlendum uppruna

Túlkaþjónusta fyrir sjúklinga

Í lögum um réttindi sjúklinga (sjá 5. gr.) frá árinu 1997 kemur fram að sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi  en talar ekki íslensku eða notar táknmál á rétt á þjónustu túlks. Heilbrigðisstarfsfólki ber að sjá til þess að sjúklingurinn fái þessa þjónustu.

Rafræna túlkaveitan Language Line

Heimasíða Language Line

Hjá rafrænu túlkaþjónustunni Language Line er hægt að fá túlkaþjónustu allan sólarhringinn. Hægt er að fá bæði rittúlka og túlka með símtali eða myndsímtali. Þetta getur gagnast hreyfihömluðum einstaklingum vel og einnig þeim sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir.

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Vefsíða Fjölmenningardeildar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Þar er einnig boðið upp á aðstoð fyrir fólk með hreyfihömlun að skoða réttindi sín og nálgast þau. Frekar upplýsingar um það má nálgast hér og hér.

Tobii Dynavox

Vefsíða Tobii Dynavox

Tobii Dynavox býður upp á fjölbreyttar lausnir til tjáskipta fyrir fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir sem og tölvur sem hægt er að festa á hjálpartæki. Þar er einnig hægt að fá fjölda orða til að nota í hugbúnað þeirra og ýmis gagnleg forrit til tjáskipta á mörgum tungumálum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um tjáskiptatæknina á íslensku á vef Öryggismiðstöðvarinnar.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér