Túlkaþjónusta

Túlkaþjónusta fyrir fólk af erlendum uppruna

Túlkaþjónusta fyrir sjúklinga

Í lögum um réttindi sjúklinga (sjá 5. gr.) frá árinu 1997 kemur fram að sjúklingur sem er sjúkratryggður á Íslandi  en talar ekki íslensku eða notar táknmál á rétt á þjónustu túlks. Heilbrigðisstarfsfólki ber að sjá til þess að sjúklingurinn fái þessa þjónustu.

Alþjóðasetur

Álfabakka 14 | 109 Reykjavík | 530 9300 | [email protected] | Vefsíða Alþjóðaseturs

Alþjóðasetur býður túlkun á fleiri en 50 tungumál. Túlkar starfa bæði í gegnum síma og mæta á staðinn. Hægt er að panta túlk með því að senda tölvupóst, hringja eða í gegnum vefsíðu. Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í aðalnúmer og velja að láta hann fara áfram í neyðarsímann.

Jafnréttishús

Strandgötu 25 | 220 Hafnarfirði | 534 0107 | [email protected] | Vefsíða Jafnréttishúss

Jafnréttishús býður túlkaþjónustu og leggur áherslu á málefni innflytjendakvenna.
Hægt er að panta túlk með því að hringja eða með því að senda tölvupóst á milli kl. 9 til 16. Á kvöldin og um helgar er hægt að hringja í síma 899 2301.

Rafræna túlkaveitan Language Line

Heimasíða Language Line

Hjá rafrænu túlkaþjónustunni Language Line er hægt að fá túlkaþjónustu allan sólarhringinn. Hægt er að fá bæði rittúlka og túlka með símtali eða myndsímtali.

Ling túlkaþjónusta

Borgartúni 3 | 105 Reykjavík | 519-8585 - 764-0359 | [email protected] | Vefsíða Ling túlkaþjónustu

Ling Túlkaþjónusta býður upp á þjónustu á 110 tungumálum. Þjónustan er veitt allan sólarhringinn með og án fyrirvara í öllum landshlutum.

Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands

Túngötu 14 | 101 Reykjavík | 5179345 - 8936588 |[email protected] | Vefsíða Túlka- og þýðingamiðstöðvar

Hjá Túlka- og þýðingamiðstöðinni er boðið upp á túlkaþjónustu allan sólarhringinn auk neyðarþjónustu.

Túlkaþjónustan

Bæjarlind 2 | 201 Kópavogi | 517 0606 | [email protected] | Túlkaþjónustunnar

Hjá Túlkaþjónustunni er boðið upp á túlkaþjónustu allan sólarhringinn auk neyðarþjónustu.

Ráðgjöf fyrir innflytjendur

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Grensásvegi 9 |108 Reykjavík | 450 3090 | [email protected] | Vefsíða Fjölmenningardeildar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.



Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér