Starfsemin

Sjálfsbjörg á Húsavík - Sagan

Árið 1960 var stofnað Sjálfsbjargarfélag á Húsavík. Fyrsti formaður félagsins var Jón Þór Buch. Félagið eignaðist forláta Bingótæki árið 1961, en bingó var mjög vinsæl fjáröflunarleið hjá flestum félögunum.

Árið 1968 keypti félagið húsið Snæland að Árgötu 12, en húsnæðisskortur hafði fram til þess tíma háð starfseminni.

Garðshorn á Húsavík er endurhæfingar- og útivistarsvæði bak við sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra á Húsavík, sem vígt var þann 20. september árið 2003 og var Sjálfsbjörg meðal þeirra sem stóðu að gerð svæðisins. Þarna hefur verið unnið gott verk og að mörgu leyti óvenjulegt. Í lýsingu svæðisins segir meðal annars:

,,Í Garðshorni er gert ráð fyrir fjölbreyttri þjálfun, gönguþjálfun, hjólastólaþjálfun auk liðkandi og styrkjandi æfinga á tækjum sem staðsett verða á sérstöku þjálfunarsvæði sem sjúkra- og iðjuþálfi hafa hannað. Það er svo gott að leika sér og stunda íþróttir á öllum aldri, finna barnið í sér. Í Garðshorni er 18 holu púttvöllur, Ingimarsvöllur. Auðvelt er að spila boccia á stórri stétt við skábrautina. Það er hægt að gefa sköpunargleðinni lausan taum og setja upp sýningar úti og inni. Gosbrunnur gleður augað, tröppur og stór trépallur gerir það að verkum að allir eiga að geta fundið þjálfunarmöguleika við sitt hæfi …”

Formaður Sjálfsbjargar á Húsavík á 50 ára afmælisári landssambandsins 2009 og á 60 ára afmælisári þess 2019 gengdi María Óskarsdóttir embætti formanns félagsins.