Starfsemin

60 ára afmælishóf

Í dag 1. júni hélt Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra afmælishóf í tilefni þess að í ár eru 60 ár frá stofnun landssambandsins, en afmælisdagurinn er 4.6. Hófið var haldið Á Grand hótel og voru viðstaddir góðir gestir sem samanstóðu af forystu samtakanna, fyrrum forystufólki, gullmerkishafar samtakanna, opinberir aðilar, forystufólk margra samtaka sem Sjálfsbjörg starfar með m.a. á vettvangi ÖBÍ og viðskipta- og stuðningsaðilar, Og þá heiðraði Forseti Íslands okkur með nærveru sinni og ávarpaði samkomuna og færði Sjálfsbjörg og félögum góðar kveðjur.

Forseti Íslands var sæmdur gullmerki Sjálfsbjargar en þann heiður fengu einnig 5 Sjálfsbjargarfélagar: Grétar Pétur Geirsson, Hannes Sigurðssn, Guðmundur Magnússon, Jón Eiríksson og María Óskarsdóttir,

Þá var nýtt merki samtakanna formlega tekið í notkun en merkið hannaði Alexandra Ýr Bridde, en merki hennar varð hlutskarpast í samkeppni meðal hönnunarnema Listaháskóla Íslands, Merkið var kynnt, hugmyndin að baki því og var merkið komið á hátiðarfána, borðfána og barmmerki sem gestir fengu. Nánari kynning mun koma hér inn á vefsíðu okkar bráðlega.

Að lokinni formlegri dagskrá þáðu gestir góðar veitingar. Á sjálfan afmælisdaginn 4.6. verður afmæliskaffi með starfsfólki okkar, íbúum í Sjálfsbjargarhúsinu  og þjónusuþegum Þjónustumiðstöðvarinnar.