Starfsemin

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar 27. ágúst nk.

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar verður haldinn í fyrsta skipti laugardaginn 27.8

Þennan dag ætlum við að bjóða öllum sem vilja, að taka þátt í að skrá inn upplýsingar um aðgengi að verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum, söfnum, kirkjum, íþróttamannvirkjum og annarri þjónustu.

Það eina sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

1. Hlaða niður TravAble appinu í símann ykkar
2. Fá ykkur göngutúr í nærumhverfi ykkar einhvern tímann á laugardeginum
3. Kíkja á hina ýmsu staði og fylla inn upplýsingar um aðgengi í TravAble aðgengisupplýsinga appið


Það væri frá bært ef þið mynduð taka myndir frá deginum og senda á okkur á [email protected] eða birta sjálf myndir á samfélagsmiðlum og merkja myndina #aðgengisdagur2022

Hlökkum til dagsins og vonum að þið takið sem flest þátt.

auglýsing aðgengisdagur Sjálfsbjargar-lokaútga.jpg