Starfsemin

Aðgengisdagurinn - hvað er um að vera?

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar verður haldinn í fyrsta skipti laugardaginn 27. ágúst.

Þennan dag ætlum við að bjóða öllum sem vilja, að taka þátt í að skrá inn upplýsingar um aðgengi að verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum, söfnum, kirkjum, íþróttamannvirkjum og annarri þjónustu.

Það eina sem þið þurfið að gera er eftirfarandi:

1. Hlaða niður TravAble appinu í símann ykkar (TravAble appið má nálgast í Applestore og GooglePlay og hægt er að fylla inn í það hvar sem er og hvenær sem er. Allir eru hvattir til að fylla inn í appið upplýsingar um aðgengi í sinni heimabyggð)

2. Fá ykkur göngutúr í nærumhverfi ykkar einhvern tímann á laugardeginum

3. Kíkja á hina ýmsu staði og fylla inn upplýsingar um aðgengi í TravAble aðgengisupplýsinga appið

Það væri frá bært ef þið mynduð taka myndir frá deginum og senda á okkur á [email protected] eða birta sjálf myndir á samfélagsmiðlum og merkja myndina #aðgengisdagur2022

Í Reykjavík býður Sjálfsbjörg landssamband hreyfhamlaðra og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu gestum og gangandi að hittast kl. 13 á svölunum (á 2. hæð) í Hátúni 12 í kaffi. Því næst verður farið um allan bæ og geta gestir skráð það inn í Travable appið. Tilvalið einnig að sjá alla rampana i miðbæ Reykjavík.

Sjáumst á svölunum (á 2. hæð) í Hátúni 12 á laugardaginn (27.08.22)

Hérna má sjá dagskrána á öðrum stöðum:

Akureyri - hluti af Akureyrarvöku

Ísafjörður

Siglufjörður

Sjálfsbjörg á Suðurnesjum (við Fitjabraut 6) verða með opið hús milli 14 og 17. Kaffiveitingar í boði og allir velkomin í heimsókn til að kynna sér starfið.

auglýsing aðgengisdagur Sjálfsbjargar-lokaútga.jpg