Starfsemin

Afmælisfagnaður og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar

Ný Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf hélt sinn fyrsta fund á Húsavík 27. júní s.l. í húsnæði Sjálfsbjargarfélgasins að Árgötu 23.

Tilefni ferðar þangað var að heiðra Sjálfsbjörg á Húsavík og nágrenni sem átti  50 ára afmæli þann 20. júní sl.

Afmælisfagnaður var svo 27. júní á Fosshótelinu á Húsavík. Þar var boðið upp á veitingar ýmiskonar, ræður og skemmtiatriði. Núverandi formaður Húsaavíkurfélagsins, María Óskarsdóttir, fór yfir sögu félagsins og stöðu mála eins og þau blasa við í dag.

Grétar Pétur Geirsson nýr formaður samtakanna ávarpaði gesti og færið félaginu árnaðaróskir og þakkir.