Starfsemin

Bessastaðir gerðir aðgengi­leg­ir öll­um

Tvær hjóla­stóla­lyft­ur hafa verið sett­ar upp á Bessa­stöðum, ein við inn­gang og ein sem veit­ir aðgengi niður í veislu­sal Bessastaða. Þuríður Harpa Sig­urðardótt­ir, formaður Öryrkja­banda­lags­ins og fv. varaformaður Sjálfsbjargar, fagn­ar þessu en tel­ur að enn sé aðgengi víða ábóta­vant.

„Aðgengið er orðið prýðilegt á Bessa­stöðum og fyr­ir okk­ur sem vor­um þarna er þetta mik­ill gleðidag­ur, þar sem við höf­um bar­ist fyr­ir því að op­in­ber­ar bygg­ing­ar og sam­fé­lagið allt sé gert aðgengi­legt fötluðu fólki,“ seg­ir Þuríður Harpa.

Þó furðar hún sig á því að aðgengi í ný­byggðum íbúðum sé ekki betra.

„Þrátt fyr­ir lög um al­gilda hönn­un mæli fyr­ir um aðgengi fyr­ir alla í nýju hús­næði þá er ekki nema 6% nýrra íbúða sem upp­fylla þau lög. Það er mikið áhyggju­efni og við von­um að menn vakni til vit­und­ar og Ísland verði aðgengi­legt. Þetta var virki­lega gott skref, sem stigið var þarna í morg­un,“ seg­ir Þuríður Harpa.