Starfsemin

Breytingar á samspili örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða

Nú á dögunum var samþykkt lagafrumvarp sem skiptir miklu máli fyrir marga sem njóta lífeyris ýmist frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðunum.
Í viðræðum ríkisstjórnar Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða var staðfest að vilji sé til þess að efna til endurskoðunar á samspili bóta almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum. Var frumvarp það sem nú er orðið að lögum lagt fram í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun örorkulífeyris almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum frá 3. desember 2010. Enn fremur var vísað til samkomulags félags- og tryggingamálaráðherra og
Landssamtaka lífeyrissjóða frá 30. desember 2010 sem gert var á grundvelli þeirrar yfirlýsingar. Það frumvarp sem nú er orðið að lögum nær yfir þann hluta yfirlýsingarinnar og samkomulagsins er lýtur að samspili örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða, en síðar mun
verða lagt fram frumvarp er lýtur að hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum.
Markmið yfirlýsingarinnar og samkomulagsins er að koma í veg fyrir þá víxlverkun milli örorkubóta frá almannatryggingum og örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum sem hefur komið upp í samspili þessara tveggja meginstoða í lífeyristryggingum hér á landi Samkvæmt lögum nr.
100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, lækka lífeyrisgreiðslur í mörgum tilfellum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.
Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra fagnar samþykkt frumvarpsins en minnir á að en á eftir að lögfesta seinna framvarpið eins og hér kemur fram.