Um áramótin tók gildi ný gjaldskrá fyrir akstursþjónustu Pant.
Ný gjaldskrá:
Mánaðarkort: 3.360 kr.
Árskort: 33.600 kr.
Nemakort: 33.600 kr. (Sótt um hjá sveitarfélagi viðkomandi, Klappkort getur fylgt)
Stakar ferðir: 200 kr. (aðeins eitt verð, ekki lengur tvö verð eftir því hvenær er pantað)
Gestir: 670 kr.
Leikskólabörn: 0 kr.
Stakt fargjald fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks skal miðast við stakt gjald fyrir öryrkja hjá Strætó bs. samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni. Börn 11 ára og yngri eru undanþegin gjaldskyldu.
Gjald vegna tímabilskorta fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Stætó bs. hverju sinni.
Nemakort fyrir 16 ára og eldri, sem stunda viðurkennt framhalds- eða háskólanám, skal miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
Fargjald fyrir aðra farþega sem ferðast með notendum akstursþjónustunnar er í samræmi við almenna gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
Gjaldskrá þessi tók gildi 1. janúar 2025 og féll þá jafnframt úr gildi eldri gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Best er að sækja um á [email protected] en einnig er hægt að hringja í 540-2727.
Hverjir geta nýtt sér akstursþjónustu Pant?
Akstursþjónusta Pant sinnir og stýrir akstri fatlaðs fólks og eldri borgara með lögheimili í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.
Hvert sveitarfélag samþykkir heimild hvers og eins farþega til að nota akstursþjónustuna og ákveður gjaldskrá fyrir þjónustuna.
Hægt er að sækja um strætóþjálfun til að fá aðstoð við að læra á strætó.