Starfsemin

Engin breyting á rekstri Sólheima í janúar

Á fundi framkvæmdastjóra Sólheima í Grímsnesi með framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar var tekin sú ákvörðun að starfsemi Sólheima yrði óbreytt út janúarmánuð. Guðmundur Á Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima segir að þetta sé öryggi í þrjátíu daga þannig að menn verða að vinna hratt og vel og sjá hvort það sé hægt að ná góðri niðurstöðu og segist merkja að það sé skilningur hjá Árborg að þetta mál verði að leysa. Stjórnendur Sólheima höfðu áður sagt að heimilinu yrði líklegast lokað um áramótin vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til Sólheima þegar ákveðið var að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga.