Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum 18. janúar framtíðarsýn í þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var hafður að leiðarljósi við gerð framtíðarsýnar borgarinnar. Í samþykktinni felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innhaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Segir m.a. í samþykktinni: “Borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig aðstoðinni við þá er háttað. Unnið verði að þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.” Framtíðarsýnin var unnin í samstarfi við ÖBÍ o.fl. hagsmunaðila.