Starfsemin

Hærri styrkir til kaupa á sérútbúnum bílum og rafbílum

Sjálfsbjörg hefur lagt áherslu á að rafbílavæðing nái einnig til hreyfihamlaðs fólks. Liður í því var að hækka styrki til þess hóps svo þau sem þurfa að nýta bíl vegna fötlunar sinnar hafi tækifæri til að kaupa slíka bíla. Þá hefur aðgengi hreyfihamlaðs fólks að hleðslustöðvum aukist. Þann 1. janúar síðastliðinn hækkuðu bifreiðastyrkir til einstaklinga með hreyfihamlanir umtalsvert og styrkir til kaupa á rafbílum voru auknir.

Hámarksstyrkir fyrir fólk með hreyfihömlun hækka úr sex milljónum í 7,4 milljónir. Bætt var við sérstöki hámarki fyrir hreina rafbíla, sem er 8,14 milljónir. Því til viðbótar eru vörugjöld felld niður og hægt er að sækja um allt að 900.000 króna styrk frá Orkusjóði til kaupa á rafbílum. Hækkun bifreiðastyrkja, eru mikið hagsmunamál fyrir hreyfihamlaða einstaklinga.

Í þessari töflu má sjá hvernig styrkir geta nýst til kaupa á rafmagnsbíl.

Sjálfsbjörg fagnar hækkun styrkja, sem nánar er útlistað í nýjasta tölublaði Klifurs, bls. 24 og sjá má hér.