Starfsemin

Hreyfing í vatni er holl og góð fyrir flesta

Hreyfing í vatni er góður kostur fyrir hreyfihamlaða og alla sem vilja bæta líkamlegt og andlegt heilbrigði. Á veturna eiga margir með hreyfihömlun erfitt með að stunda hreyfingu úti. Þá er góð leið að nýta sundlaugar til að hreyfa sig í.

Sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12, er með opna tíma fyrir alla á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 8:30 til 11:30.

Sundlaugin er heitari en almenningslaugar og hentar því sérlega vel fyrir fólk með stoðkerfisvanda eða einfaldlega til æfinga í vatni þar sem öll hreyfing verður léttari og því auðveldari.

Hægt er að kaupa staka tíma eða kort sem gildir í sex mánuði í einu eða frá janúar til júní.

Frekari upplýsingar gefur Hlín í síma 692-1957 og í netfangið [email protected]