Miðvikudaginn 19. mars næstkomandi standa Kjarahópur og Atvinnu- og menntahópur ÖBÍ - réttindasamtaka fyrir námskeiði fyrir einstaklinga sem eru sjálfstætt starfandi en einnig með örorkumat um eigin rekstur, skil á gjöldum, rekstarreikninga og framtalsgerð. Námskeiðið myndi einnig gagnast þeim sem hafa hug á því að verða sjálfstætt starfandi. Þar mun starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins svara spurningum varðandi áhrif atvinnutekna við útreikning örorkulífeyris.
Námskeiðið fellur undir Fræðsluröð ÖBÍ og má finna nánari upplýsingar um það og skráningu á heimasíðu ÖBÍ og Facebook-viðburði námskeiðsins.
Sjálfsbjörg hvetur öll áhugasöm til að taka þátt.