Starfsemin

Judith Heumann ráðin ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í málefnum fatlaðra

Judith Heumann hefur verið ráðinn aðalráðgjafi Bandaríkjastjórnar í málefnum fatlaðra, en hún hefur staðið í framvarðarsveit baráttumanna fyrir bættum hag fatlaðra í Bandaríkjunum og reyndar um heim allan um áratugaskeið. Sérstaklega hefur hún lagt þunga áherslu á mikilvægi “Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar”, NPA.

Judith hefur lýst miklum áhuga á að sækja okkur Íslendinga heim og hefur boðist til að aðstoða okkur í baráttumálum okkar í framtíðinni.

Hér er hún ásamt Adolft Ratzka leiðtoga sænsku Independent Living samtakanna, en hann er Íslendingum að góðu kunnur og er væntanlegur hingað til lands á vormánuðum til að flytja erindi á ráðstefnu norrænna samtaka fræðimanna um fötlunarrannsóknir.