Starfsemin

Landsfundur Sjálfsbjargar um 6. maí s.l.

Landsfundur Sjálfbjargar landssambands hreyfihamlaða var haldinn s.l laugardag.

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir.

Ályktanir lagðar fyrir Landsfund
Sjálfsbjargar lsh. 2017

  1. Ályktun um samning Sameinuðu þjóðanna
    um réttindi fatlaðs fólks
    Landsfundur Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn í Reykjavík þann 6. Maí 2017 skorar á ríkisstjórn Íslands að lögfesta nú þegar samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Alþingi hefur nú loksins fullgilt samninginn, en hann var upphaflega undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins þann 30. mars 2007.
    Yfir 160 ríki heims eiga nú aðild að þessum mikilvæga samningi. Fundurinn krefst lögfestingar samningsins áður en væntanlegt starfsgetumat verður sett á til að tryggja að slíkt mat vinni fyrir okkur en ekki gegn okkur.
  2. Ályktun um kjaramál fatlaðra.
    Landsfundur Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra haldinn 6. maí 2017 skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja fötluðu fólki í landinu full mannréttindi. Örorkulífeyrir endurspegli raunframfærslu á hverjum tíma og persónuafsláttur uppfærist samkvæmt launavísitölu frá 1988 til dagsins í dag. Frumskógur almannatryggingakerfisins verði grisjaður, kerfið einfaldað og skerðingar lífeyris afnumdar.
    Samtökin krefjumst þess að ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið tryggi framboð á hlutastörfum nú þegar. Fátækt ætti ALDREI að fyrirfinnast í okkar samfélagi.
  3.  Ályktun um Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)
    Landsfundur Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra haldinn 6. maí 2017 fer fram á að NPA verði lögfest STRAX.
  4.  Ályktun um húsnæðismál.
    Landsfundur Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra haldinn 6. maí 2017 treystir því að ríki og sveitarfélög leysi nú þegar úr brýnum húsnæðisvanda hreyfihamlaðs fólks. Samtökin eru reiðubúin til að leggja fram reynslu sína og þekkingu við lausn þessa vanda.

Aðalfundur kaust nýjan ritara Jón Eiríksson og nýjan varamann Ólafía Ósk Runólfsdóttir og eru þau boðinn velkominn í stjórnina.


Standandi frá vinstri, Þorsteinn Fr Sigurðsson framkvæmdastjóri, Jón Eiríksson ritari, Guðni Sigmundsson meðstjórnandi, María Óskarsdóttir gjaldkeri, Margrét S Jónsdóttir. Sitjandi Guðmundur Ingi Kristinsson meðstjórnandi, Bergur Þorri Benjamínsson formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaformaður og Kristín Jónsdóttir varamaður í stjórn. Á myndina vantar Ólafíu Ósk Runólfsdóttur varamann í stjórn en hún var veðurteppt.