Starfsemin

Nýr stóll fyrir kastgreinar hefur verið tekin í notkun á Selfossi

Suðri – íþróttadeild fatlaðra hjá Ungmennafélaginu Selfossi hefur tekið í notkun nýjan stól fyrir hreyfihamlaða til að æfa og keppa í kastgreinum. Hægt er að stunda kúluvarp, kringlukast, spjótkast og keilu í stólnum sem hannaður er samkvæmt stöðlum Alþjóða íþróttahreyfingar fatlaðra (IPC). Stóllinn er smíðaður með stuðningi frá Vélsmiðju Suðurlands, Kristjáni Sæmundsyni og Mjólkursamsölunni á Selfossi. Hann er staðsettur í Lindex-höllinni á Selfossi og hægt er að fá allar nánari upplýsingar á Facebook-síðu Selfoss – Suðri.

Hvetjum öll áhugasöm til að kynna sér málið.