Þann 11. september síðastliðinn afhjúpuðu ÖBÍ réttindasamtök og Vegagerðin ásamt borgarstjóra nýtt umferðarmerki fyrir bílastæði hreyfihamlaðra við Laugardalslaug.
Hið nýja merki, sem var á meðal þeirra sem tóku gildi í reglugerð í mars síðastliðnum, er sérstaklega ætlað fyrir stærstu bílastæði hreyfihamlaðra sem nýtast lyftubílum og var tekið í gildi að beiðni ÖBÍ réttindasamtaka. Umferðarmerkið er hvergi annars staðar í notkun í heiminum.
Sjálfsbjörg fagnar tilkomu hins nýja merkis.