Starfsemin

Samráðsfundur vegna Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

ÖBÍ - réttindasamtök boða til fundar með frjálsum félagasamtökum til að ræða undirbúning fyrir vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hefst þann 24. febrúar næstkomandi. Um er að ræða fyrstu lotu ráðsins eftir að Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu um áramótin fyrir tímabilið 2025-2027.

Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í Genf, tekur þátt í fundinum ásamt fulltrúum Utanríkisráðuneytisins og stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi.

Fundurinn verður haldinn í Mannréttindahúsinu í Sigtúni 42 fimtudaginn 6.febrúar klukkan 10:00.

Fundurinn er öllum opin og hvetjum við sem flesta til að mæta. Hægt er að fá frekari upplýsingar um viðburðinn á Facebook.