Eitt lífshlaup, ótal tengingar er yfirskrift opins samráðsþings um Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingið verður haldið þann 20. febrúar 2025 kl. 9:00-12:00 á Grand hótel í Reykjavík. Þetta er þriðja samráðsþingið sem fram fer í tengslum við landsáætlunina.
Á þinginu í ár verður leitast við að kortleggja þjónustu við fatlað fólk í gegnum ævina og hvernig hægt er að koma á og styrkja tengingar á milli aðila. Þá verður farið yfir stöðu þeirra aðgerða sem hófust árið 2024 og vitundarvakningu ýtt úr vör um stöðu og réttindi fatlaðs fólks. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur ávarp á þinginu.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrirfram.
Dagskrá:
09:00: Setning
12:00: Lok
Inn á milli dagskrárliða verður farið yfir stöðu þeirra aðgerða sem hófust á árinu 2024.
Sjálfsbjörg hvetur áhugasamt félagsfólk til að mæta og taka þátt!