Starfsemin

Styrktarsjóðir gætu lent í vandræðum

Lítið sem ekkert verður til ráðstöfunar hjá ýmsum styrktarsjóðum, hækki ríkisstjórnin fjármagnstekjuskattinn úr 18% í 20% um áramótin, eins og hún stefnir á “Það er augljóst að ef ávöxtunin er engin verður ekki úthlutað,” segir Vilmundur Gíslason í viðtali í Fréttatímanum, en hann situr í stjórn tveggja styrktarstjóða sem heyra undir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Annar sjóðurinn er bundinn af því að vernda höfuðstól sinn, sem er sjóður Kristínar Björnsdóttur. Sá veitir styrki til að aðstoða fötluð börn og ungmenni til menntunar svo að þau fái sem líkasta uppvaxtarmöguleika og heilbrigð börn. Hinn sjóðurinn, Sjóður Jóhönnu og Svanhvítar Erasmusdætra, er ætlaður til góðra verka innan félagsins og ekki bundinn þessu ákvæði og má því úthluta en að sögn Vilmundar tæmist hann smám saman með hækkun fjármagnsskattsins.