Menningarhátíðin Uppskera, sem er haldin í tilefni 20 ára afmælis fötlunarfræða við Háskóla Íslands er nú í fullum gangi. Henni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Einn af lykilviðburðum hátíðarinnar er sviðslistahátíð í Hörpu laugardaginn 22. febrúar næstkomandi. Þar verða sýnd brot úr leikritum og dansverkum, þar sem fólk með fötlun er í aðalhlutverki. Aðgangur er ókeypis og gott aðgengi er á staðnum. Nauðsynlegt er að taka frá miða fyrirfram og er hægt að nálgast miða hér.
Hvetjum öll til að mæta.