Starfsemin

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja-byrjunarerfiðleikar.

Í sumarbyrjun tók gildi nýtt fyrirkomulag á viðgerðarþjónustu á hjálpartækum.

Fram að þessu höfðu Sjúkratryggingar Íslands eitt gert við hjálpartæki t.d hjólastóla og göngugrindur en opnunartími þeirra þjónustu var takmakaður frá kl 10-15 virka daga.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu samning fyrripart árs við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja.

Fyrirtækin eru:

Fastus ehf.
Icepharma hf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Títus ehf.
Öryggismiðstöð Íslands ehf.
Eirberg ehf. frá 1. september 2017

Í stað opnunartíma Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ, sem aðeins var opin 5 tíma á dag, hafa notendur hjálpartækja nú aðgengi að verkstæðisþjónustu í 8 – 9 tíma á dag.

Það er fagnaðar efni. Hins vegar hefur biðtími frá því komið er með hjálpartæki í viðgerð og þar til það er tilbúið lengst úr hófi fram. Dæmi eru um bið upp á 8 vikur. Slík bið er óásættanleg. Í samtölum við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem um ræðir hafa komið nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna biðin er svona löng. 

  • Skortur á varhlutum
  • Vöntun á mannskap
  • Sumarfrí bæði hér og erlendis
  • Almennir byrjunarerfiðleikar

Það er óskandi að nú séu þau fyrirtæki sem um ræðir komin yfir erfiðustu hindranar og þjónustan verði betri héðan í frá.

M.a hafa verkstæðin hafa fengið aðgang að Gagnagátt SÍ til að sjá réttindi hjálpartækjanotenda tengt tæki að viðgerðarþjónustu.

Sjá upplýsingar um verkstæði á landsbyggðinni hér neðar.

Kostir nýja samningsins

  • Fleiri þjónustuaðilar munu sinna viðgerðarþjónustu heldur en verið hefur.
  • Boðið er upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.
  • Heimakstur hjálpartækja.
  • Vaxandi hluti hjálpartækja kemur til afgreiðslu hjá heilbrigðisstarfsmönnum í umboði SÍ í stað Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ.
  • Neyðarþjónusta hjálpartækja

Þjónusta fyrirtækjanna

Ákveðnar viðgerðir, s.s. smærri viðgerðir eins og sprungið dekk á hjólastól, framkvæmdar á meðan beðið er.
Viðgerð gerð svo fljótt sem auðið er hverju sinni.
Almennar viðgerðir unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi.
Varahlutir afgreiddir til þeirra notenda hjálpartækja sem það vilja og geta skipt um sjálfir.
Hægt að fá lánstæki (göngugrindur eða handknúna staðlaða hjólastóla) hjá verkstæði þjónustufyrirtækis á meðan viðgerð stendur ef notandi á ekki annan hjólastól/aðra göngugrind.
Ef um stærri tæki er að ræða sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl er hægt að óska eftir að verkstæði sæki og sendi tæki í og úr viðgerð.
Ef um er að ræða veggföst hjálpartæki eða hjálpartæki sem ekki er hentugt að flytja af heimili notenda s.s. sjúkrarúm, kemur viðgerðamaður heim til viðkomandi.

Mat á hjálpartæki og ákvörðun um nýtt hjálpartæki

Þegar til álita kemur að gera ekki við tæki, það sé of gamalt og þörf sé á endurnýjun eða breyta þurfi tæki, þá skal verkstæði hafa samband við Hjálpartækjamiðstöð SÍ sem ákveður hvort endurnýja megi hjálpartæki eða gera breytingar á því.

Kynning SÍ á samningunum og verkefninu, sjá hér.

Nánari upplýsingar á vef SÍ, sjá hér.

Landsbyggðin
SÍ er einnig með samninga við verkstæði á landsbyggðinni um viðgerðarþjónustu hjálpartækja. Þau eru:

Ísafjörður

Rafskaut ehf, Suðurtangi 7
opið kl. 8:30 – 17:00 alla virka daga

Sími: 456 4742

Netfang: [email protected]

Sjá á korti

Akureyri, Húsavík og Þórshöfn

Rafeyri ehf, Norðurtanga 5, Akureyri
opið kl. 8:30 – 17:00 alla virka daga

Sími 461 1221 / 898 9869 á Akureyri

Sími 869 2492 á Húsavík

Sími 869 0993 á Þórshöfn

Netfang: [email protected]

Sjá á korti

Egilsstaðir:

Rafey ehf, Miðási 11
opið kl. 8:30 – 16:00 alla virka daga

Sími 471 2013

Netfang: [email protected]

Sjá á korti

Vestmannaeyjar

Geisli ehf, Hilmisgötu 4
opið kl. 8:30 – 17:00 alla virka daga

Sími 481 3333

Netfang: [email protected]

Sjá á korti