Hér tökum við saman margvísleg atriði er fjalla um öryggismál fólks í samfélaginu.
Key seeker er lítill nemi sem þú hefur á lyklakippunni. Ef þú veist ekki hvar þú lagðir lyklana frá þér getur þú smellt á tæki eða spjald og þá heyrist í nemanum. Það er einnig möguleiki að setja þetta á veski, hækju o.s.f. Hægt er að fá þannig meðal annars hjá:
Það getur hentað mörgum að hafa aukalykil í lyklaboxi sem er gjarnan fest við húsið - staðsetja það þannig að það blasi ekki við öllum. Þetta er lítið box sem lyklill er geymdur í og er hurð þess læst með talnalykli. Ef þú ætlar að nota lyklabox kauptu þá vandað box svo ekki sé auðvelt að spenna það upp. Lyklabox getur minnkað líkur á að fólk sé læst úti. Séu margir aðrir en heimilisfólk sem þurfa að komast inn (s.s. ræsting, heimahjúkrun og ættingjar) þá losnar fólk við að dreifa húslyklum til margra aðila. Lyklarnir eru til taks í lyklaboxinu og þarf því aðeins að deila lykilorðinu að talnalásnum. Þeir aðilar sem við vitum að selja lyklabox eru Húsasmiðjan, Elko, Lásar og Vélar og verkfæri
Einnig má semja við nágranna, ef gott traust er þar á milli, að geyma aukalykil.
MedicAlert er alþjóðlegt neyðarþjónustukerfi sem er rekið án ágóða og víða í sjálfboðavinnu. MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í aldarfjórðung. Í Íslandsdeildinni, eru yfir 6000 merkisberar, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum merkisberum í yfir 40 löndum. Hægt er að fá hjá þeim ýmsar lausnir sem sjá má á síðunni þeirra.
Síðustu ár hefur orðið talsverð þróun "öryggishnappa" sem sérstaklega aldraðir bera á sér í formi hnappa um hálsinn, á armbandi, er síminn (snjallsími) orðinn hluti af búnaðinum. Þá hafa verið þróaðar ýmsar sjálfvirkar lausnir sem t.d. lesa umhverfi þess sem er "vaktaður" og gerir búnaðurinn viðvart ef breyting verður í umhverfi viðkomandi t.d. ef viðkomandi hefur ekki hreyft sig lengi, breyting verður á hitastigi í íbúðinni/herbergi viðkomandi, neysla vatns breytist frá venju, osfrv. Þannig er farið að ræða um sjúkrakallkerfi eða heimstoð í stað öryggishnappa. Tækniþróunin er ansi hröð á þessu sviði. Vitað er að eftirtalin fyrirtæki eru að bjóða "öryggishnapp" eða eitthvað form af sjúkrakallkerfi og þarf fólk að kynna sér vel mun á eðli þeirra lausna:
Öryggiskerfi fyrir heimili hafa verið í boði í áratugi. Þetta hefur lengst af verið frekar staðlaður búnaður tengdur við vaktaðar stöðvar viðkomandi öryggisfyrirtækja. Þessi búnaður les hreyfingar í hinu vaktaða rými heimilis, þá hafa reykskynjarar og rakaskynjarar verið hluti af þessu kerfi. Síðar bættust eftirlitsmyndavélar við. Fólk virkjaði svo öryggiskerfið er það fór að heiman og ef einhver skynjaranna nam frávik fóru boð til vaktfyrirtækjanna sem brugðust þá við.
Síðustu ár hafa orðið miklar tæknibreytingar með tilkomu t.d. snjallsíma og betri nettenginga. Í dag getur fólk keypt sér víða (og í netverslunum) einfaldan eftirlitsbúnað sem það getur jafnvel sett sjálft upp (eða keypt þá þjónustu) og búnaðurinn sendir fólki boð í símann ef eitthvað gerist. Fólki er ráðlagt að kynna sér vel hvaða þjónusta eða búnaður hentar hverjum og einum. Hér á eftir eru nokkur fyrirtæki sem bjóða vöktun og önnur er selja vaktabúnað:
Á undanförnum árum hafa snjallúr verið í stöðugri þróun og mörg hver eru með búnaði sem getur auðveldað fólki að kalla á hjálp og fá aðstoð. Mörg þeirra eru einnig með fallskynjara sem skynjar ef viðkomandi dettur. Gott er að kynna sér vel hversu næmur fallskynjarinn er og hversu hratt viðbragðið er. Hægt er að fásnjallúr hjá flestum símafyrirtækjum og í raftækjaverslunum á borð við:
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér