Hér getur þú séð yfirlit yfir nokkra styrki sem eru í boði á vegum sjóða og fyrirtækja. Hér er ekki fjallað um þá styrki sem almannatryggingar veita s.s. örorkustyrki og styrki vegna bifreiðamála.
Ef þú hefur upplýsingar um aðila er veita reglulega styrki vildum við endilega heyra um þá: Láttu okkur þá endilega vita.
Einhver aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands veita styrki til tiltekinna málefna, til dæmis vegna náms, rannsókna og ferðalaga. Oftast eru styrkirnir aðeins til félagsmanna þessara félgasamtaka.
Áfallasjóður deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli og fær enga, eða mjög litla, aðstoð annars staðar. Áhersla Rauða krossins er á að hjálpa fólki til að ná sér aftur á strik eftir ófyrirséð fjárhagslegt áfall, svo sem í tengslum við sjúkdóma og slys. Nánari upplýsingar má finna á síðu Rauða krossins .
Hjálparsjóður Sjálfsbjargar á Akureyri
Félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs vegna ferðalaga innanlands eða erlendis vegna aukakostnaðar. Umsóknum skal skilað inn á þar til gerðum eyðublöðum og fer úthlutun fram á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember (ekki sjálfgefið að úthlutað sé árlega).
Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar
Veitir hreyfihömluðu fólki styrk vegna hjálparliða á ferðalögum, sjá reglur sjóðsins
Hjálpaliðasjóður Sjálfsbjargar úthlutar styrkjum einu sinnum ári ef fjármagn leyfir og skulu umsóknir berast fyrir 1. apríl ár hvert. Stjórn sjóðsins ákvarðar upphæð styrks hverju sinni og við síðustu úthlutanir hafa upphæðirnar sem úthlutaðar hafa verið hverju sinni verið jafnháar til þeirra sem hafa verið samþykktir. Heildarupphæðin sem úthlutað er hverju sinni ræðst af ávöxtun sjóðsins. Þeir sem geta sótt um styrk verða að hafa verið félagar í aðildarfélagi SJálfsbjargar árið áður en þeir sækja um og líða verða 2 áður en unnt er að sækja aftur um styrk. Sjálfsbjargarfélagar sem ekki hafa fengið úthlutað áður hafa forgang. Leggja þarf fram ferðareikninga (skannaða) eftir að ferð hefur verið farin - fyrr er samþykktur styrkur ekki greiddur út.
Hér eru upplýsingar um sjóðinn og þar er umsóknareyðublað sem er rafrænt og fara samskipti fram rafrænt og gögn þurfa helst að berast með netpósti (sjalfsbjorg(hja)sjalfsbjorg.is), en ef það er alls ekki mögulegt má senda þær á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátún 12, 105 Reykjavík.
Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar
Sjóðurinn veitir annars vegar styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga til náms og hins vegar til verkefna sem tengjast úrbótum á aðgengi fatlaðs fólks. Það er ekki fyllt út sérstakt umsóknareyðublað en í umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám. Þeir aðilar sem eru að sækja um styrk vegna úrbóta í aðgengismálum þurfa að gefa skýringu á tilgangi verkefnisins, hvernig það er framkvæmt, á hvaða hátt það nýtist í framtíðinni og gera kostnaðaráætlun.
Ávallt er best að hafa greinargóðar lýsingar á aðstæðum. Fyrirspurnir um það hvort sé verið að veita styrki úr sjóðnum og síðan umsóknir í framhaldi skulu sendast á netfangið: sjalfsbjorg(hja)sjalfsbjorg.is. Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins. Ekki er veitt úr sjóðnum árlega.
Mæðrastyrksnefnd hefur veitt fermingarstyrki á hverju vori og einnig styrki til barna til dvalar í sumarbúðum og vegna þátttöku í leikjanámskeiðum. Nánar um styrki Mæðrastyrksnefndar
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar
Sjóðurinn var stofnaður 19. april 2012 og er honum ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar.
Hjálparsjóður Sjálfsbjargar á Akureyri
Félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs vegna háskólanáms. Umsóknum skal skilað inn á þar til gerðum eyðublöðum og fer úthlutun fram á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember. Ekki er gefið að veitt sé úr sjóðnum árlega.
Menntun í lýðháskólum
Hægt er að fá styrki vegna menntunar í Lýðháskólum á Norðurlöndunum, nánar um styrki vegna Lýðháskóla.
Einnig veitir UMFÍ styrki til náms í lýðháskólum og tiltekinna verkefna.
Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar
Sjóðurinn hefur veitt styrki til náms og til úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks. Umsækjendur þurfa að vera hreyfihamlaðir. Ekki þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað en í umsókn þarf að koma fram hver sækir um styrkinn (nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang) og hverslags styrk sótt er um. Þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám og gott er að greinargóðar lýsingar á stöðu einstaklingsins fylgi með. Fyrirspurnir um stöðu sjóðsins og hvort sé verið að úthluta úr honum og síðan umsóknir skulu sendast á netfangið: sjalfsbjorg(hjá)sjalfsbjorg.is. Í Skipulagsskrá minningarsjóðs Jóhanns Péturs fást nánari upplýsingar um tilgang sjóðsins. Ekki er veitt úr sjóðnum árlega.
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur
Veittur er styrkur vegna náms öryrkja, nánar um Námssjóð Sigríðar Jónsdóttur
Námsstyrkir "Þú getur"
Einstaklingar sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða geta sótt um námsstyrk til "Þú getur". Umsóknir þurfa ekki að berast á sérstöku umsóknareyðublaði en tekið er fram á vef "Þú getur" hvað þarf að standa í umsókninni og hvert skal senda umsóknina.
Rannsóknarsjóður Odds Ólafssonar
Sjóðurinn er í umsjón Brynju hússjóðs ÖBÍ og veitir hann styrki vegna rannsókna sem tengjast fötluðu fólki, nánar um Námssjóð Odds Ólafssonar
Styrkir sveitarfélaga
Sveitarfélögunum er heimilt, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, að veita fötluðu fólki styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Sjá nánar í leiðbeinandi reglugerð um þessa styrki.
Þorbjargarsjóður
Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtarfólk, sérstaklega ungt fólk með gigt.Upplýsingar um sjóðinn og aðra styrktarsjóði Giktarfélagsins má finna á vefsíðu félagsins
Ýmsir styrkir og lán til námsmanna
Á vefsíðu Ísland.is er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um styrki til handa námsmönnum.
Á vefsíðu mennta- og menningamálaráðuneytis er yfirlit yfir styrki og sjóði á þeirra vegum, s.s. styrki til náms í öðrum löndum.
Bankarnir veita oft námsmönnum, sem eru viðskiptavinir, námsstyrki.
Styrkir fyrir nemendur í Háskóla Íslands
Stúdentar sem stunda nám í Háskóla Íslands geta sótt um styrki í nokkra sjóði. Á vef Háskóla Íslands eru nánari upplýsingar um styrki sem eru í boði.
Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands
veitir styrki til nýnema sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Við úthlutun úr sjóðnum er einkum tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er tekið tillit til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum.
Stúdentasjóður Stúdentaráðs Háskóla Íslands veitir styrki til nemenda með sértæka námsörðugleika og sem hafa farið í greiningu vegna sértækra námsörðugleika og vegna athyglisbrests með eða án ofvirkni (ADHD). Sækja þarf um styrk innan árs frá því að niðurstöður úr greiningu liggja fyrir. Styrkþegi þarf að skila afriti af niðurstöðu greiningar um sértæka námsörðugleika og upplýsingum um hver framkvæmdi hana ásamt afriti af reikningi vegna greiningar. Einnig skal fylgja með stuttur texti sem inniheldur rökstuðning fyrir þörf á styrknum ásamt símanúmeri, netfangi og bankaupplýsingum.
Nánari upplýsingar um lög sjóðsins má finna á heimasíðu Háskóla Íslands undir styrkir og sjóðir. Styrkveiting er að jafnaði einu sinni á ári og þurfa umsóknir að berast skrifstofu Stúdentaráðs HÍ á Háskólatorgi (3. hæð Háskólatorgs, beint fyrir ofan Bóksöluna). Nánari upplýsingar um sjóðinn má fá hjá skrifstofu Stúdentaráðs (shi(hjá)hi.is / 570-0852) eða hjá Náms- og starfsráðgjöf (radgjof(hjá)hi.is).
Hrafnkelssjóður er minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar og er úthlutað annað hvert ár á afmælisdegi Hrafnkels, þann 13. ágúst. Veittur er styrkur til umsækjanda sem hefur lokið íslensku stúdentsprófi og hyggst fara í meistaranám eða doktorsnám í erlendum háskóla.
Fulbright námsstyrkir
Fulbright stofnunin eflir samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna. Margvíslegir styrkir eru í boði fyrir háskólanema og jafnvel menntaskólanema. Sjá nánar á vefsíðu Fulbright .
Google Europe Scholarship for Students with Disabilities in Computer science
Google skólastyrkir fyrir fatlaða nemendur í Tölvunarfræði. Google hefur sett sér það markmið að aðstoða frumkvöðla framtíðarinnar og veitir styrki til fatlaðra nemenda í Tölvunarfræði. Nánari upplýsingar.
Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir veita styrki. Hér fyrir neðan eru nokkur þeirra. Við upplýsingaröflunn um hverjir veita styrki er best að nota leitarvélas internetsins (t.d. Google) og slá inn leitarorðinu "samfélagsstyrkir" eða "samfélagssjóðir" og koma þá upp fjölmargir aðilar er veita styrki til góðra málefna. Þá þiggjum gjarnan ábendingar um aðila sem veita styrki sem geta nýst fötluðu fólki.
Krónan
Verslunarkeðjan Krónan veitir árlega styrki til margvíslegra samfélagaverkefni. Nánari upplýsingar .
Sorpa
Sorpa veitir styrki sem byggja á ágóða af nytjamarkaði þeirra, Góða hirðinum. Nánari upplýsingar um styrk frá Sorpu.
Vildarbörn
Icelandair veitir styrki til ferðalaga fyrir veik börn og fjölskyldur þeirra. Úthlutað er styrkjum tvisvar sinnum á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Nánar um Vildarbörn og umsókn um styrk Vildarbarna.
Olíufélagið Skeljungur
veitir styrki til samfélagslegra málefna og er hægt að nálgast upplýsingar um hann á vefsíðu þeirra.
Íslandsbanki
Bankinn veitir styrki til íþrótta- og menningastarfs. Nánar um styrki Íslandsbanka.
Landsbankinn
Árlega veitir Landsbankinn styrki til samfélagsverkefn og námsstyrki - nánari upplýsingar .
Samfélagssjóður Isavia
Samfélagssjóður veitir árlega styrki til ýmissa góðra verkefna. Nánari upplýsingar .
Samfélagssjóður Valitor
Hlutverk sjóðsins er að styðja magvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Umsóknarfrestur er til 1. apríl ár hvert. Nánari upplýsingar um Samfélagssjóð.
Rio Tinto Alcan á Íslandi
Alcan veitir styrki til samfélagslegra málefna þrisvar á ári. Reglur sjóðsins má finna hér . Nánar um Samfélagssjóð Rio Tinto Alcan á Íslandi.
Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni
Hjálparsjóður Sjálfbjargar á Akureyri og nágrenni styrkir félagsmenn sína til:
Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytið
Stjórnarráðið
Félagsmenn Krafts á aldrinum 18 - 45 ára geta sótt um í sjóðinn. Skilyrði er að viðkomandi hafi greinst með krabbamein. Veittur er styrkur m.a. fyrir læknis- og lyfjakostnaði. Nánari upplýsingar í síma 866-9600 eða með tölvupósti á netfangið kraftur(hjá)kraftur.org - nánari upplýsingar um sjóði Krafts .
Styrktarsjóður Umhyggju.
Hlutverk Styrktarsjóðs langveikra barna er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna þeirra. Umsókn.
Engir sérstakir styrkir eru til fyrir öryrkja vegna útfarar.
Flest stéttarfélög greiða útfararstyrki og er fólki bent á að hafa samband við stéttarfélag hins látna eða sjúkrasjóð viðkomandi félags og kanna málið. Athugið að reglurnar eru mismunandi hjá stéttarfélögunum.
Ef ljóst er að dánarbú viðkomandi stendur ekki undir kostnaði geta aðstandendur sótt um útfararstyrk í því sveitarfélagi sem viðkomandi bjó í. Það þarf þá staðfestingu sýslumanns á eignarlausu búi. Best er að hafa samband við viðkomandi félagsþjónustu til að fá nánari upplýsingar um hvernig sótt er um styrk og hvaða gagna þarf að afla. Hér eru upplýsingar af vefsíðu Landsspítalans um ýmis réttindi fólks vegna andláts .
Á vefsíðu Stjórnarráðsins eru reglur sveitarfélaganna um félagsþjónustu sveitarfélaga
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér