Foreldrahlutverkið og ráðgjöf Foreldrahlutverkið er sennilega eitt það merkilegasta og ábyrgðarmesta hlutverk sem einstaklingum hlotnast á lífsleiðinni. Þetta er ekki einfalt hlutverk og er ekki meðfætt heldur en sumir hafa þetta svolítið í sér meðan aðrir þurfa að hafa nokkuð fyrir því að tileinka sér það. Og það getur verið flóknara þegar foreldri er t.d. hreyfihamlað eða barnið er með einhverjar sérþarfir. Hér að neðan komum við víða við þegar kemur að foreldrahlutverkinu.
Hér fyrir neðan eru tenglar inn á síður þar sem bæði foreldrar og börn geta fengið ráðgjöf, stuðning, upplýsingar og ýmsa þjónustu.
Háaleitisbraut 11-13 | 108 Reykjavík | 535 1900 | [email protected] | Vefsíða Sjónarhóls
Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra og aðstandendur fatlaðra og langveikra barna. Sjónarhóll var stofnað þegar ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, sameinuðu krafta sína til að geta mætt þörf foreldra fyrir stuðning og ráðgjöf. Sjónarhóll er staðsettur að Háaleitisbraut 11-13 í Reykjavík.
Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur | 510 8400 | Ráðgjafa og greiningarmiðstöðin
Ráðgjafa og greiningarmiðstöðin heyrir undir velferðarráðuneytið og starfar samkvæmt lögum nr. 83 frá 2003, fyrir allt landið. Markmiðið með starfseminni er að tryggja að börnum með alvarlegar þroskaraskanir eða fatlanir bjóðist greining, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að auka möguleika þeirra til sjálfstæðis á fullorðinsárum. Helstu fatlanir sem leiða til tilvísunar á Greiningarstöð eru þroskahömlun, einhverfurófsraskanir og hreyfihamlanir. Stofnunin veitir börnum með flóknar eða sjaldgæfar fatlanir eftirfylgd og ráðgjöf til lengri tíma.
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 568 2661 | [email protected] | Vefsíða Einstakra barna
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var sú að ákveðin börn í samfélaginu áttu ekki heima í neinum öðrum félagasamtökum og töldu þeir foreldrar sem hófu starfsemi Einstakra barna að þar gætu þau fundið sameiginlegan vettvang til að deila reynslu og vinna að bættum hag barna sinna.
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 552 5744 / 899 1823 | [email protected] | Vefsíða Neistans
Neistinn miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra t.d. með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Hlíðasmára 14 | 201 Kópavogi | 588 7555 | [email protected] | Vefsíða Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. SKB greiðir einnig ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína og má þá helst nefna sálfræðiþjónustu en einnig listmeðferð og sjúkraþjálfun. SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína s.s. mömmuhóp og unglingahóp.
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 535 0900 | [email protected] | Vefsíða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Meginmarkmið félagsins er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Helstu verkefni félagsins eru: rekstur Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut og Strandgötu, Hafnarfirði og rekstur sumar- og vetrardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal Mosfellsbæ og sumardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í samstarfi við foreldrafélag Klettaskóla.
Systkinasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.
Kringlunni 1, 5. hæð | 103 Reykjavík | 552 8999 | [email protected] | Vefsíða Umboðsmanns barna
Hlutverk umboðsmanns barna er skilgreint í lögum um embættið nr. 83/1994. Í 1. gr. kemur fram að það er hlutverk umboðsmanns barna að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Með börnum í lögum þessum er átt við einstaklinga undir 18 ára aldri.
Embætti umboðsmanns barna var stofnað 1. janúar 1995.
Háaleitisbraut 11-13 | 108 Reykjavík | 552 4242 | [email protected] | Vefsíða Umhyggju
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu.
Rafstöðvarvegur 7-9 | 110 Reykjavík | 411 5500 | [email protected] | Vefsíða Hins Hússins
Hitt Húsið er miðstöð fyrir ungt fólk þar sem ungu fólki er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf, t.d. ráðgjöf til að koma hugmyndum sínum til framkvæmdar.
Kópavogsbraut 7|200 Kópavogur|543 9260 (deildarstjóri) 543 9261 (vakt)|[email protected]| Vefsíða Rjóðurs
Starfsemi Rjóðurs gefur börnum með ólæknandi sjúkdóma möguleika á að dvelja reglulega í öruggu umhverfi þar sem þau njóta umönnunar hjúkrunarmenntaðs fagfólks, en öryggi og velferð barnanna sem dvelja á heimilinu er lykilatriði. Markmið Rjóðurs er að gefa fjölskyldum langveikra barna tækifæri til að lifa eðlilegu lífi og gefa þeim hvíld frá mikilli umönnun og hjúkrun, að veita langveikum börnum umönnun og hjúkrun eftir þörfum hvers og eins og að gefa börnunum lífsgæði og afþreyingu eftir þörfum hvers og eins.
Hringbraut | 101 Reykjavík | 543 3700 / 543 3701 | Vefsíða Barnaspítala Hringsins
Barnaspítali Hringsins stendur á horni Barónsstígs og Hringbrautar og snýr aðalinngangur að Hringbraut. Á Barnaspítala Hringsins er veitt fjölbreytt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri. Þverfagleg teymi, skipuð læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sinna skjólstæðingum ýmissa sérsviða.
"Vertu skrefi á undan" er námskeið um slysavarnir barna. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum. Námskeiðið er 90 mínútur og er ókeypis. Skráning fer fram á vefsíðu MSB . Það má einnig finna ýmsar upplýsingar varðandi slysavarnir barna á ýmsum aldri á vefsíðu Miðstöðvar slysavarna barna.
Miðstöð slysavarna barna er staðsett í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík á 1. hæð - gengið inn um vesturinngang (frá efra bílastæði - sunnanmegin) - inngangur nr. 4.
8926379 / 8692348 |[email protected] |facebook síða Auðnast
Auðnast er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjafaþjónustu fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í flóknu nútíma samfélagi.
5160100 |Suðurlandsbraut 24 - 2. hæð |[email protected] | vefsíða Heimili og skóla
Heimili og skóli bjóða upp á margvíslegar upplýsingar fyrir foreldra, ráðgjöf, tímarit og fyrirlestra fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
5111588 |Sigtún 42 |105 Reykjavík |[email protected] | vefsíða Fræðslu og forvarna
Heimili og skóli bjóða upp á margvíslegar upplýsingar fyrir foreldra, ráðgjöf, tímarit og fyrirlestra fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Mörg samtök fatlaðra foreldra erlendis halda úti vefsíðum þar sem fólk deilir reynslu sinni og gefur góð ráð. Á þessum síðum er oft hægt að finna ýmsar tæknilegar lausnir eða lausnir varðandi sérsmíði á barnahúsgögnum eða öðrum barnavörum og hver selur vörurnar.
DPPI eða Disability, Pregnancy & Parenthood International eru samtök sem starfrækt eru í Bretlandi. Þau eru ætluð til stuðnings fötluðum foreldrum, á meðgöngunni og eftir að barnið er fætt. Auk þess að fræða fagfólk sem vinnur með fötluðu fólki, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk og félagsráðgjafa.
DPN eða Disabled Parents Network eru alþjóðleg samtök. Markmið þeirra er að veita upplýsingar, vera ráðgefandi og styðjandi við fatlaða foreldra og fjölskyldur þeirra. Samtökin hafa þá sýn að fatlað fólk eigi líkt og aðrir að geta orðið foreldrar og upplifað fjölskyldulíf.
Directgov eru með upplýsingar um opinbera þjónustu í Bretlandi, meðal annars fyrir fatlaða foreldra sem og fatlaða einstaklinga sem eru verðandi foreldrar. Getur gefið okkur alls konar hugmyndir. Sjá hér um Directgov
Þetta eru Amerísk samtök sem styðja við fatlaða foreldra og halda úti vefsíðu með margvíslegum fróðleik um málefnið. Sjáið vefsíðuna.
10 Amazing Products for Parents with Disability. Þetta er skemmtileg samantekt sem tiltekur 10 frábæra hluti sem komam sér vel fyrir fatlaða foreldra. Lýsir vörunum og tiltekur seljendur. Sjáið vefsíðuna.
1Áhugaverð vefsíða er fjallar um það að vera fatlað foreldi og hin marvíslegu verkefni sem blasa við æi daglegu lífi og fjölmörg verkefni er blasa við í daglegu foreldrahlutverkinu. Skoðið vefsíðuna
Rica eru samtök sem meðal annars gera rannsóknir og veita upplýsingar og gefa ráð um barnavörur til fatlaðra foreldra.
Samtökin Through the Looking Glass eru meðal annars hugsuð sem alþjóðleg miðstöð fyrir fatlaða foreldra og fjölskyldur þeirra. Þeir hópar sem miðstöðin sinnir eru foreldrar með margvíslegar skerðingar, fjölskyldur þeirra og þjónustuveitendur sem fatlaðir foreldrar eru í samskiptum við.
Félag einstæðra foreldra stendur fyrir fjölþættri þjónustu fyrir félagsmenn. Þar er hægt að fá ráðgjöf hjá félagsfræðing og lögfræðing ásamt því að starfræktir eru stuðningshópar og fræðslufundir samkvæmt framboði og eftirspurn.
Félag um foreldrajafnrétti hefur þá framtíðarsýn að báðir foreldrar hafi rétt til þess að koma að uppeldi barna sinna eftir skilnað. Félagið telur að innihaldsrík sameiginleg forsjá barna eigi að vera meginregla enda tryggir það báðum foreldrum ábyrgð á barninu eins og hún var fyrir skilnað. Á síðu félagsins er hægt að lesa ýmsar rannsóknir, útgefið efni og fleira sem tengist málefninu.
Meðlag greiðist að öllu jöfnu þar til barn nær 18 ára aldri. Við 18 ára aldur barns getur barnið sótt um framlag vegna menntunar. Meðlag telst ekki til bóta almannatrygginga. Innheimtustofnun sveitarfélaga sér um að innheimta greiðslur hjá meðlagsskyldu foreldri og endurgreiðir Tryggingastofnun.
Sjá undir Annar lífeyrir, styrkir og bætur Meðlag - aukaframlag vegna sérstakra útgjalda (s.s. skírn, ferming, tannlækningar eða annað sérstakt tilefni)
Greiðsla meðlags við flutning til Íslands
Flytji umsækjandi meðlags til Íslands þarf hann að leggja fram með umsókn sinni staðfestingu um greiðslur í fyrra búsetulandi ásamt meðlagssamningi sem þær greiðslur byggðust á. Frumrit úrskurðar/samnings þarf að fylgja með umsókn. Greiðsla meðlags við flutning frá Íslandi
Félag stjúpfjölskyldna stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum og námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagið býður auk þess upp á aðstoð við að gera umgengissamninga við skilnað og koma á foreldrasamvinnu.
Hver er í fjölskyldunni? - Skilnaðir og stjúptengsl er bók eftir Valgerði Halldórsdóttur, stofnanda og formann Félag stjúpfjölskyldna. Hér fjallar Valgerður um algengar aðstæður í stjúpfjölskyldum frá ýmsum hliðum, rekur reynslusögur og bendir á leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilegan hátt og taka mið af þörfum bæði barna og fullorðinna. Þá eru hér upplýsingar um stjúpfjölskyldur og umhverfi þeirra.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér